Færsluflokkur: Samgöngur
Ekki talað við fólk......
19.7.2009 | 13:19
Allar erlendar fréttastöðvar eru að aðvara fólk, fræða og leiðbeina, en hér á Íslandi kemur ekkert, ég er búin að fara inn á influensa.is hjá Landlæknisembættinu en þar er ekkert sem hægt er að notast við fyrir fólk, þeir sem hafa ekki aðgang að fréttastöðvum erlendum, hafa ekki hugmynd um hvað er að gerast, þetta sama fólk á eftir að æða inn á heilsugæslustöðvarnar og spítalanna án þess að hringja á undan sér og smita starfsfólk og sjúklinga á biðstofum, og ég tala nú ekki um apótek, það nýjasta hjá Bretum er að ófrískar ( barnshafandi) konur eigi að halda sig frá stöðum þar sem mannfjöldi er, og að skólar verða ekki opnaðir eftir sumarfrí. HVAÐ ER VERIÐ AÐ GERA HÉR TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR ÚTBREIÐSLU ?????????????? þAÐ VERÐUR BARA AÐ SEGJAST EINS OG ER ÉG ER HRÆDD, ég á dóttir sem er hjúkrunarfræðingur og er barnshafandi, og aðra sem er móttökuritari á slysó og ég er hræðilega hrædd um þær. Núna verður Landlæknisembættið að vakna til lífsins og fréttastöðvar að ræða um þetta, ekki bara taka viðtal við Harald Briem. Þá á ég við forvarnir og hvað fólk á að gera ef það heldur að það sé með svínaflensu. Á það að fara á heilsugæslustöðvar ??? Á það bara að hringja og halda sig heima??? Hvað ef það þarf að taka sýni, og hvar er það gert, heima eða á Heilsugæslustöðvum ??? það liggur beinast við að það er ekki hægt að taka á móti þessu fólki á heilsugæslustöðvum, hvar þá ??? Ég er með þúsund svona spurningar sem er ósvarað, ég óska eftir svari frá Landlæknisembættinu og fræðslu handa fólkinu í landinu.
Flensan lengir kreppuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)