Nei... við eigum að fá Breta og Hollending

Besta útspilið væri að fá Breska og Hollenska alþjóðalögfræðinga, fræga og virta í sínu landi sem tekið er mark á af Hollendingum og Bretum, það er skothelt, þá fyrst fer þessi skuld niður og vextir lækka, stendur ekki einhverstaðar, höldum vinum okkar nálægt og óvinum nær, farið nú að nota heilabúið þingmenn og ráðherrar.
mbl.is Vill þýskan sáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvaða heilabú?

Óskar Arnórsson, 10.1.2010 kl. 02:47

2 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Óskar ég gef mér það að það sé eitthvað þarna, það er bara ekki verið að nota það, sumir hugsa í hringi, og virðast ekki geta farið út fyrir hringinn. Ég hef verið mikið á Englandi og oft verið tekin sem þjóðverji meðan fólk heldur að ég sé þjóðverji fæ ég mjög slæma þjónustu frá Bretum, en um leið og þeir vita að ég ekki þjóðverji vilja þeir allt fyrir mig gera, Þó að Bretar viðurkenna ekki að þeir beri kala til þjóðverja þá gera þeir það, að fá þjóðverja til að semja fyrir okkur væri glapræði.

Sigurveig Eysteins, 10.1.2010 kl. 11:01

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er Joly sem kæmi sér best fyrir Íslendinga að fá til að semja. Íslendingar eru hreinlega ekki með gáfur í þetta. Ef þeir hafa einhverjar gáfur þá tíma þeir ekki að nota þær.

Það er ekkert að Þjóðverjum frekar enn Bretum þannig séð. Ég hef búið í Þýskalandi og ber síður enn svo kala til þeirra.

Bretar gáfu leyfi á Icesave og Hollendingar líka. Þar er stór ábyrgð sem þeir vilja ekkert kannast við núna. 

Það eru bara Jóhanna og Steingrímur sem lugu sig í valdastóla og ætluðu að nota skuldaviðurkenningu Icesave til að koma Íslandi nauðugi inn í ESB. Mjög klassískt fyrir fólk sem er vinstri trúað.

Það er vitað mál að Ísland á að greiða allt að 20000 euro, fyrir reikninga sem högðu hærri upphæð enn það. Og ekki krónu meira. Enn nú vantar að fá úr

því skorið hvort ekki eigi að deila þeim reikningi milli Íslands, Bretlands og Hollands.

það vantar sterka menn í þetta mál. Þetta mál líkist ekki neinu öðru. Auðvitað þarf a.m.k. að láta reyna á þetta mál fyrir dómstólum í þessum þremur löndum. Annað er algjörlega út í bláinn.

Óskar Arnórsson, 10.1.2010 kl. 11:27

4 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Óskar.. þú berð kannski ekki kala til þjóðverja,og ekki ég heldur ennnn Bretar gera það, við verðum að hafa menn með okkur sem Bretar og Hollendingar geta treyst og þeir verða að vera alþjóða lögfræðimenntaðir menn  og alþjóða hagfræðingar. þessi nefnd ætti að vera blanda af fólki með mikla menntun og reynslu í sáttarsamningum og virtir einstaklingar í heimalandi sínu að senda þingmenn og ráðherra er bara út í hött, það verður ekki sátt um það og ég sé ekki betur en að Eva Joly hafi nóg á sinni könnu, enda er nóg til að góðu fólki til að taka þetta að sér.

Sigurveig Eysteins, 10.1.2010 kl. 11:49

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það hljómar samt undarlega að Bretar standi sem talsmenn Íslands í samningaviðræðum við Bresk yfirvöld. Það er örugglega hægt, enn yrði ekki vinsælt á Íslandi. Fólk treystir þeim ekki lengur. Í öllum rétti líka.

Dómstólar sem fengju málið í hverju landi fyrir sig, yrði langbesta leiðin til að fá þetta mál skýrt og án allrar þoku.

Mér finnst þetta mjög skýrt. Þetta er ruddaskapur af hálfu Breta, Hollendingar fylga með. Þeir vilja ekkert semja. Bara gefa skipanir.

Það mætti byrja á að kalla heim sendiherra í Bretlandi og vísa þeirra sendiherra heim til sín. það verður að stoppa þennan yfirgang í þeim.

Og sjá hvernig þeir taka á þessu þá.

Óskar Arnórsson, 10.1.2010 kl. 12:28

6 Smámynd: Sigurveig Eysteins

'Oskar þú ert ekki að skilja hvert ég er að fara , ég er ekki að tala um að Bretar (ríkið) séu talsmenn okkar í samningarviðræðum, heldur Breska og Hollenska ríkisborgara (eins og kemur fram hér að ofan) sem væru ráðnir af okkur til að semja og auðvita væru á okkar bandi, ég hélt að ég hefði útskýrt þetta, það væri fáránlegt að fá einhvern til að semja fyrir okkur sem væri á móti okkur, það eru ekki, sem betur fer, allir Bretar eins, og við eigum mikið af menntuðu (Lögfræðingum og Hagfræðingum) Breskum stuðningsmönnum sem finnst vera farið illa með okkur, eins og sést á blaðaskrifum.Við vitum að það er hlustað á mikils metna menn og við eigum að nota okkur það. Annars er ég búin að vera að hlusta á Silfur Egils sem stendur yfir þessa stundina, og þar kemur fram að okkur beri ekki að borga, ef svo er þá er málið úr sögunni, ég held að málið sé bara ekki svona einfalt.

Þetta fer að verða eins og hjá Georg Bjarnfreðasyni, þetta er bara misskilningur 

Sigurveig Eysteins, 10.1.2010 kl. 13:36

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nei, ég er ekkert að misskilja þetta. Lögmannstofur í Bretlandi gætu alveg tekið þetta mál að sér. Enda frægir fyrir góða lögmenn ef eitthvað er. Það ætti nú að vera auðveldara eftir því sem fram kom í Silfur Egils þættinum.

Ég átti bara við að það myndi "stinga í augun" ef BRESKIR lögmenn myndi vera falið þetta. Á íslandi. Bretar eru ekki í neinu uppáhaldi akkúrat núna.

Málinu er lokið nema eftir að ganga frá formsatriðunum. Ef málið þarf að fara fyrir dóm t.d. í Bretlandi, yrði sjálfsagt að fá harðsoðna breska lögmenn, og hollenska í Hollandi.

Leyfum bara Georg Bjarnfreðsyni að eiga sig. Annars veit ég ekkert hver það er. Ég bý ekki á Íslandi...

Óskar Arnórsson, 10.1.2010 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband