Fyrir okkur fávitanna : )

Fyrir okkur fávitanna sem vitum ekkert og skiljum ekkert. Fyrir ykkur sem ætlið að kjósa JÁ, Er ekki jafn fáránlegt að fara út í búð og versla í matinn, koma að kassanum og afgreiðslumaðurinn segir, þetta kostar 5000 kr. og þú segir það er of lítið ég er ekki tilbúin að borga svona lítið, ég ætla að borga þér 10.000 kr. fyrir matinn. Hver vill borga meira fyrir, þegar hann getur borgað minna ??? Í mínum huga eru það fávitarnir, og væri ekki líka allt í lagi að láta mann vita þegar verið er að setja okkur í skuldir, ekki vissi ég af þessum Icesave fyrr en allt var farið á hausinn, og ég tel mig nokkuð vel upplýsta, les blöðin og horfi alltaf á fréttir á báðum stöðvum. Finnst fólki virkilega í lagi að borga skuldir annarra ??? Ég fer á kjörstað á morgun og ætla að kjósa NEI.  Hvar er ábyrgð Breta og Hollendinga ???  Af hverju tala Steingrímur og Jóhanna kosningarnar niður ???  Hvaða skilaboð eru þau að senda okkur og heiminum með þessari framkomu ???  í mínum huga er það ekkert annað en skemmdaverk hjá þeim, ef þau fara ekki á kjörstað, þá eiga þau að fara frá og það strax. Mér finnst þau haga sér eins og fávitar.
mbl.is Ólafur Ragnar ætlar að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Innilega sammála þér í öllu hérna. Allir sem einn að segja nei.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.3.2010 kl. 20:47

2 identicon

Steingrímur og Jóhanna eru að senda þjóðinni fingurinn með þessum yfirlýsingum, ótrúlegt að þau skuli enn vera við völd !

Verst er að nú eru allir virkustu og hörðustu  mótmælendur Íslands vinstri sinnaðir svo ekkert verður úr alvöru mótmælum héðan í frá, svo við sitjum uppi með þessa ríkisstjórn þar til næst verður kosið !!!

Viskan (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 20:58

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurveig ég játa að mér líkar ekki þegar  þú segir þau Jóhönnu og Steingrím hegða sér eins og fávita. Þau eru hins vegar komin á endapunkt sem mjög mörgum var ljóst að var óflýjanlegur. Það er hins vegar algjörlega óskiljanlegt hversu fjærri þau eru þjóðarsálinni.

Að sjálfsögðu segjum við nei, fyrir unga fólkið okkar!

Sigurður Þorsteinsson, 5.3.2010 kl. 21:23

4 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Viskan, ég er harður vinstri sinni og hef alltaf verið, veit ekki með framtíðina, það er engin yfir það hafin að vera gagnrýndur, ef það er einhver arfavitleysa sem er haldið fram, við eigum að geta valið og hafnað, skiptir ekki í hvaða flokki við erum, þetta hefur ekkert með flokka að gera heldur rökhugsun, og það er bara sorglegt ef þetta mál á að vera já eða nei , eftir því hvaða flokki við erum í. Það á að gera það sem er best fyrir fólkið í landinu, en ekki flokkanna. Það er líka bara sorglegt hvernig menn breytast við að setjast í ráðherrastóla, spurning hvort það séu alvarleg smitandi sýking í þessum stólum, því ekki voru þeir betri sem voru í þessum stólum síðast.

Sigurveig Eysteins, 5.3.2010 kl. 21:35

5 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Sigurður mér líkar það ekki heldur, það var bara ekkert annað orð sem er hægt að nota um þessa hegðun þeirra, eins og þau hafa hegðað sér í þessu máli, það getur ekki verið eðlilegt að vera í þessari skemmdarverka starfsemi. Og ef ég hef kosið Steingrím og hans flokk má ég þá ekki gagnrýna hvernig hann hegðar sér ??? ég mótmæli því harðlega.

Sigurveig Eysteins, 5.3.2010 kl. 21:42

6 identicon

Sammála Sigurði og takk fyrir andsvarið Sigurveig :)

Sjálf hef ég aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn, hef verið á miðjunni eða aðeins til vinstri (en aldrei þorað að viðurkenna það fyrir fjölskyldu minni !!)

En eftir bankahrunið og kreppubyrjunina gerði ég mér grein fyrir að það er ekki Sjálfstæðisflokknum neitt að kenna þetta ástand, heldur að sjálfsögðu þeim sem hafa bæði kosið þennan flokk í gegnum tíðina og þeirra sem hafa kosið vinstri en hegðað sér eins og hægri sinnað (í laumi !!! )

Viskan (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband