Ráð til ykkar sem eruð að hugsa um að gefast upp....

 Þið sem eruð að missa vinnuna og hafið verið að tapa peningum og eruð að hugsa um að gefast upp.....Þá langar mig að biðja ykkur að staldra aðeins við og hugsa. (Ég hef gengið í gegnum miklar hörmungar þessi 50. ár sem ég hef lifað, án þess að fara út í það), þá hefði ég ekki viljað missa af öllum stóru stundunum í lifi barnanna minna og barnabarns. Öllum góðu stundunum, fyrsta brosinu, fyrsta hlátrinum, fyrsta orðinu, fyrsta skrefinu, fyrsta skóladegi, útskriftinni og gleðinni sem fylgir því, fyrsta kærastanum og gleðinni og spenningnum í kringum það, vera til staða þegar fyrsta ástasorgin  pompar upp á, vera til staða þegar þeim líður ekki vel, vera til staða þegar gelgjan bankar upp á, hjálpa þeim að komast í gegnum heimalærdóminn, hjálpa þeim að komast í gegnum sorgina, vera til staðar þegar þau verða veik. Tilhugsunin um að ég hefði ekki verið með þeim við öll þessi tækifæri skelfir mig. Það er svo mikið sem við getum gert með börnunum okkar, mökum, foreldrum, og vinum án þess að það kosti eitthvað, og það fyrsta sem við ættum að gera, það er að faðma og kyssa okkar nánustu og segja við þá; ég elska þig hræðilega mikið og ég get ekki verið án þín, og ég mæli með að við gerum það daglega. Smile
mbl.is Boðin launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Í þessu er fólgin mikil speki. Þú hefur alveg rétt fyrir þér.

Steingerður Steinarsdóttir, 17.10.2008 kl. 10:22

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir að minna á að gleyma aldrei því sem skiptir öllu máli.

Magnús Sigurðsson, 17.10.2008 kl. 21:38

3 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Já... þegar maður hefur lent í miklum hremmingum í lífinu, þá á maður auðveldara með að sortera út hvað skiptir máli í þessu lífi. Og veraldlegir hlutir skipta ekki máli, aðeins fjölskyldan og vinir.

Sigurveig Eysteins, 17.10.2008 kl. 23:51

4 Smámynd:

Mikið er þetta rétt hjá þér takk fyrir, það var gott að lesa þetta.kveðja og knús til þín

, 18.10.2008 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband