Suðupottur......
30.10.2008 | 02:37
Ef ég væri stjórnmálamaður, þá væri ég hreinlega orðin hrædd, en það held ég að sé málið, þeir eru ekki að skilja hvað ástandið er orðið eldfimt það fer að sjóða upp úr hjá fólki, en Stjórnmálamenn eru bara að bíða eftir að fólk fái leið á þessari umræðu, það er bara ekki að fara að gerast, og það verða þessir menn að skilja. Með hverjum deginum sem líður, bætast fleiri í hópinn sem eru mjög reiðir. Ég held að fólkið vilji sjá aðgerðir hjá þessum mönnum, en ekki bara hroka og að það sé hlegið upp í opið geðið á okkur.
Mótmæli vekja athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér þeir virðast ekki átta sig á sínum vitjunar tíma. Ég held að núverandi valdhafar séu ófærir um að koma okkur út úr þessu ástandi, þeir eru svo trausti rúnir að þeir geta aðeins gert ástandið verra.
Magnús Sigurðsson, 30.10.2008 kl. 09:02
Þú ert í það minnsta búin að bætast í hópinn hjá mér og ert því helmingurinn af mínum bloggvinum Vona að allt gangi vel hjá þér og þínum.
kær kveðja,
Addi.
Arnlaugur Helgason, 30.10.2008 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.