Myndefni sem hefur ekki stimpil frá Útvarpsráði.

 Þetta hefur verið svona frá upphafi sjónvarps á Íslandi, það skal enginn segja mér annað,  það eru örugglega  til myndefni og fréttir sem þykja ekki birtingarhæft,  enda er þetta ríkissjónvarp með  fulltrúa  frá  flokkunum  sem sitja  í  útvarpsráði.  Stundum getur verið réttlætanlegt að birta ekki myndefni eða frétt, en hver er það sem tekur ákvörðun um það ??? fréttastjóri eða útvarpsráð ???  Ég tel að við fólkið í landinu (kjósendur) höfum rétt á að vita hvernig háttsettir menn haga sér.  þegar fréttamenn eru að reyna að fá fréttir fyrir okkur,( því jú fréttamennirnir eru þeir sem eru milliliður fyrir kjósendur)   Að kasta frétt í loftið án þess að skoða málið vel getur verið varasamt, við verðum að geta treyst fréttamönnum, að þeir séu að fara með rétt mál.  Það á ekki að koma fram við okkur eins og við séum vitlaus. Er ekki alltaf verið að tala um hvað við séum gáfuð og vel menntuð þjóð, bara ekki núna því það hentar ekki !!!???

mbl.is Vilja að RÚV biðji þjóðina afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Svo sammála þér. Ritskoðun og klíkumyndun haftaáranna! Here it comes!

Vilborg Traustadóttir, 28.11.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband