Sá réttur okkar til að mótmæla er í hættu.....

 Þarna var ekki verið að mótmæla, hér er aðeins um skemmdarverk að ræða. Ég á rétt á að mótmæla og nýti mér þann rétt, með því að mæta á Austurvöll og mótmæla á friðsaman hátt.  Þessar aðgerðir gera ekkert annað en að skemma fyrir okkur hinum, og það endar með að ekki verður hlustað á okkur. Ekki það að ráðamenn séu að hlusta núna, ennnn  það kemur að því að þeir verða að hlusta,  að skemma eigur fólks lofar ekki góðu.  það gerir ekkert annað en að koma fólki upp á móti þessum mótmælum,  þá hættir fólk að mæta.  Hvar erum við þá ???  jú... þá geta ráðamenn setið áfram og gert það sem þeim sýnist. Réttur minn til að mótmæla er í hættu, ég bið fólk sem var þarna í dag að endurskoða hvað það er að gera. Þessar aðgerðir gera ekkert og skila engu.
mbl.is Fólk slasað eftir mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur J.

Ég er einmitt hættur að mæta á mótmæli því það er ekki hlustað á þau. Við erum búin að vera friðsamleg í margar vikur og ekkert gerist. Það er bara kjánalegt að halda því fram að það sé einhver að hlusta.

Veit ekki hvort skemmdarverk séu rétta aðferðin til að fá stjórnvöld til að hlusta en það þarf að finna einhverjar aðrar leiðir en að standa með kröfuspjöld og halda ræður því það hefur ekki gengið neitt.

Haukur J., 31.12.2008 kl. 16:30

2 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Við getum ekki látið vaða yfir okkur, við verðum að halda áfram, annars höfum við tapað og ráðamenn unnið. það er skelfilegt ef það gerist, þá getum við öll bara pakkað saman og farið af landinu. Ég er samfærð um að þetta tekst með þolinmæðinni og viljanum að vopni. Ekki gefast upp Haukur þetta kemur á endanum.

Sigurveig Eysteins, 31.12.2008 kl. 16:40

3 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 kreppukarl... ég hef notað þolinmæðina að vopni í mörg ár, og hún hefur ekki brugðist mér ennþá, að gefast upp er ekki í minni orðabók, þetta kemur allt með þolinmæðinni, ég hef barist við sjúkdóma og sorgir miklu lengur en þetta, við erum bara búin að berjast í 2- 3 mánuði, það er ekkert.

Sigurveig Eysteins, 31.12.2008 kl. 16:47

4 Smámynd: Ragnar Martens

Sammála

Ragnar Martens, 31.12.2008 kl. 16:55

5 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Ég benti einhvertímann Davíð Oddsyni að telja upp á 100 áður en hann opnaði munninn, því fyrir hann væri ekki nóg að telja upp á 10. Hann hefur ekki farið eftir því þessir mótmælendur í dag gætu alveg tekið það upp.

Sigurveig Eysteins, 31.12.2008 kl. 17:12

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þetta er mjög eldfimt ástand núna en skemmdarverk og meiðigar á fólki skila engu.

Það er hætt við að enn harðni á dalnum þegar enginn tekur pokann sinn!

Gleððilegt ár.

Vilborg Traustadóttir, 1.1.2009 kl. 17:31

7 identicon

Svona leiðindi skila engum árangri og hvorki ég né börnin mín vilja búa í landi þar sem fólk veður fram með ofbeldi og skemmdarverkum.

Kristbjörg Clausen (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband