Hafa menn hugsað út í þetta ????

 Við skerðingu á heilbrigðiskerfinu, hafa menn hugsað út í þetta ???

 1. Sjúkraflutningar aukast, vegalengdir  aukast, bensínkostnaður verður hærri á sjúkrabíla.

 2. Sjúkraflug á eftir að aukast, það þarf að bætta við flugvélum í sjúkraflug. Bensínkostnaður hækkar.

 3. Kostnaður hjá landhelgisgæslunni hækkar, þar sem lengra er orðið á milli sjúkrahúsa, og í alvarlegum umferðarslysum, verður að kalla út þyrlu. Þar sem ekki verður hægt að fara með sjúklinga langar vegalengdir í sjúkrabíl, nema hætta á að þeir látist á leiðinni.

 4. Sjúklingar (fátækir) öryrkjar og aldraðir vegra sér að fara til læknis vegna kostnaðar, sem gerir það að verkum,  að þegar þeir fara loksins, er kostnaður við að koma þeim í lag komin upp úr öllu.

5. Sjúklingar þurfa að bíða lengur eftir aðgerðum, sem getur valdið dauða, nú ef þeir komast í aðgerð  þá eru þeir sendir heim of snemma, og þá þarf að leggja þá aftur inn eða fá heimahjúkrun, og hvað skildi það kosta ??? Eru menn í alvöru búnir að hugsa þetta dæmi ???

6. Svona í lokin getur maður velt því fyrir sér hvað gerist ef þyrlan bilar og það verður stór slys? Og hvað gerist ef ekki er hægt að fluga vegna veðurs, sumstaðar á landsbyggðinni er aðeins ein sjúkrabíl,  hvað gerist ef það kemur upp bráðatilfelli, og sjúkrabílinn er í útkalli, nú eða bilaður. Og það eru mörg hundruð kílómetrar í næsta bráðasjúkrahús ??? Hvað gerir heilbrigðisráðherra þá ???


mbl.is Ráðherra segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Óöryggið er meira og kostnaður flyst til. Þetta er pólitísk ákvörðun en ekki gerð í neinum sparnaði. Bara ef það flyst frá ráðuneytinu eð stofnunum þess á aðra aðila!!!

Arg!!!

Vilborg Traustadóttir, 8.1.2009 kl. 21:20

2 identicon

Ráðherrann gerir bara eins og honum er sagt.! Þetta er allt löngu ákveðið.

Legg til að gamlingjar verði inni á heimilunum,eins og  fyrr á hinni öldinni,og deyji þar,konur fæði börn sín heima,ljósmæðurnar fari sinna ferða á reiðhjóli og farið verði að selja aftur verk og vindeyðandi.!

Þá mætti og auglýsa Verk og vindeyðandi 3 dropar í matskeið af vatni við lítilsháttar verkjum,6 dropar við meiri háttar verk,og góður sopi ef þú þjáist óbærilega og vilt flýta fyrir þér.!

Með ráðherrakveðju.

Margret S (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 21:46

3 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Það væri nær að fá hjúkrunarfólk, lækna og langtíma sjúklinga til að gefa ráðleggingar hvar mætti spara, því það er fólkið sem er inni á sjúkrahúsunum.

Ég er sem dæmi fædd með hjartagalla, og hef af þeim sökum verið mikið inni á sjúkrahúsum, ég gæti td. bent á nokkur atriði sem betur mætti fara, án þess að það bitni á sjúklingum, t.d. ég fór inn á Slysó (gamla Borgó)  ekki alls fyrir löngu með vandamál fyrir hjarta, þegar ég kom þangað var farið með mig beint inn og ég sett í rannsóknir, þegar það var búið var mér sagt að ég hefði eiginlega ekki átt að koma til þeirra heldur átt að fara á Bráðamóttöku á Landsspítala við Hringbraut, því þar væri hjartadeildin, dóttir mín var með mér, svo ég sagði bara að ég færi  þangað, og bjó mig til farar, þá var mér sagt að ég verði að fara með sjúkrabíl þangað, mér fannst það óþarfi og sagði að dóttir mín gæti ekið mér, það kom ekki til greina og ég fór í sjúkrabíl, þegar inn á Bráðamóttöku Hringbraut var komið var ég sett í þessar rannsóknir aftur, bara til að segja mér að ég mæti fara heim og hafa hægt um mig, ég þurfti ekki að fara í sjúkrabíl heim, þá var allt í einu í lagi að dóttir mín færi með mig í bíl.

Þarna hefði verið hægt að  senda mig strax inn á Hringbraut og gera bara eina rannsókn, og sleppa þessari sjúkrabílavitleysu, og spara mikið af peningum. 

Sigurveig Eysteins, 8.1.2009 kl. 22:54

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, Sivva mín þar hittir þú naglann á höfuðið. Það er nefnilega ekki alveg sama hvar og hvernig menn byrja að spara.

Steingerður Steinarsdóttir, 9.1.2009 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband