Skelfilegur hroki og blinda

 Maðurinn veit ekkert hvað hann er að tala um, þetta kallast hroki. Þeir sem eru ekki lesblindir geta ekki með nokkru móti sett sig í spor þeirra sem eru lesblindir og ættu ekki að gera það. 48957-xs_jpg_hraedd.jpg Ég er lesblind og ég grét yfir því allt fram að tvítuggu að geta ekki lesið og skrifað rétt, og ég tala nú ekki um skömmina yfir þessu. því kennarar og foreldrar pössuðu upp á að viðhalda þessari skömm, það voru alls konar aðferðir notaðar við að kenna mér að lesa og ekkert gekk. Ég hætti í skóla þegar ég var í 3. bekk í gagnfræðaskóla, eftir að skólastjóri í þeim skóla sem ég var í hafði sagt mér að ég væri fáviti og gæti ekki verið í skóla, og að það yrði ekkert úr mér, ég skildi bara fara suður og fara að vinna í fiski, því það væri sennilega það eina sem ég gæti gert. Og ég fór eftir því sem hann sagði mér og fór suður og hætti í skóla.  Þegar ég þorði svo loksins að fara í skóla aftur kominn yfir 20. árin, uppgötvaðist þetta og ég fékk þá hjálp sem ég þurfti. Ég er með margar útskrifir úr skólum og fæ alltaf 8-9-og 10. Það er mesti misskilningur að fólk með lesblindu sé ekki gáfað, venjulega eru þetta mjög gáfaðir einstaklingar. Dóttir mín er líka lesblind og ég sá til þess að hún grét ekki yfir því. í dag er hún Hjúkrunarfræðingur og gengur vel.

kannski getur þessi saga hjálpað einhverjum.


mbl.is Segir lesblindu afsökun menntakerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það eru þvílíkir fordómar að halda þessu fram og það er þingmaður sem það gerir! Hann nennir greinilega ekki að vinna heimavinnuna sína og afgreiðir málið með fordómum sem eru í sjálfu sér ekkert annað en fáfræði!

Vilborg Traustadóttir, 16.1.2009 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband