Eru stjórnvöld fávitar ??? nú er nóg komið......

 Þessi ríkisstjórn verður að fara frá, þegar Björn dómsmálaráðherra er farin að stjórna þá er ekki von á góðu, maðurinn veit bara ekki hvað hann er að gera ???Hann var á fundi í gær með lögreglu, þar hefur þessi hugmynd hans orðið til, eru menn gjörsamlega búnir að missa vitið, þessi aðgerð er bara olía á eldinn, þjónar ekki tilgangi, Er það Björn sem ber ábyrgð ef einhver slasast eða lætur lífið.

Hvað er það sem stjórnvöld skilja ekki ????? þið verðið að fara frá,  þá gerist það sjálfkrafa, mótmæli hætta. þið eruð ekki lengur í boði þjóðar við völd, komið ykkur frá strax. Boðflennur.

Núna er ég orðin reið, sem þýðir bara eitt, ég mæti á næstu mótmæli.   Shocking Bandit W00t

Björn þú fékkst kannski eitthvað út úr þessu..... það mæta fleiri á mótmæli.


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli fávitahátturinn liggi ekki nær þér en þeim? Núna eru stjórnvöld loksins að gera það sem þau hefðu átt að gera fyrir löngu - og meirihlutinn vill - halda uppi lögum og reglu og reka skrílinn í burt - mótmæli er eitt - skrílslæti og ofbeldi er allt annað.

Hvað er það sem þú og restin af hópnum sem telur að lög nái ekki yfir ykkur-skiljið ekki?.

Þið viljið lög yfir útrásarliðið - það viljum við öll - en við viljum líka lög yfir ykkur.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:51

2 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 ÓLAFUR I. HRÓLFSSON... Sjáðu til á morgun hvort og hvernig þessar aðgerðir stjórnvalda hafa skilað, og það hefur ekkert upp á sig að ráðast á mig, af hverju ferðu ekki niður í bæ og níðist á einhverjum, annars þekkjast svona típur eins og þú langar leiðir, sjálfumglaðir leiðinda púkkar sem vita allt betur enn aðrir. Hverjir eru þessir, VIÐ SEM VILJIÐ LÖG YFIR OKKUR ??? (segðu bara mér ég skal ekki kjafta frá) OKKUR HVER ???  OG HVER ER RESTIN AF HÓPNUM ??? ER ÉG KANNSKI KOMIN Í HÓP MEÐ EINHVERJUM ??? HAAA HVERJUM ??? og engin sagði mér neittttttt....

ÉG HELD AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ LESA BLOGGIÐ HJÁ MÉR ÁÐUR EN ÞÚ KEMUR MEÐ FREKARI ÁRÁSIR. 

Sigurveig Eysteins, 22.1.2009 kl. 03:33

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég er hættur að halda að stjórnin skilji ekki að hún sé óvelkomin. Ég held henni sé skítsama. Fleiri virðast vera að komast á þá skoðun og það er hættulegt.

BB sá til þess að síðustu dropar þolinmæðinnar gufuðu upp. Út með þetta lið, með hvaða ráðum sem er. Okkar allra vegna, sérstaklega lögreglunnar.

Villi Asgeirsson, 22.1.2009 kl. 06:37

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Var sjálf að fá svona miður skemmtilegt komment. Held að það búið að senda af stað flokk manna til að koma með svona komment og telja okkur sem mótmælum, ofbeldisfólk. Ég er ekki meðmælt ofboldi hvaðan sem það kemur.

Rut Sumarliðadóttir, 22.1.2009 kl. 19:01

5 identicon

Það er fáranlegt að halda því fram að Björn Bjarnason hafi tekið ákvörðun um að lögreglan ætti að beita táragasi. Varst þú á þessum fundi? Ég þekki til innan lögreglunnar og Björn Bjarnason gefur lögreglunni ekki fyrirskipanir um slík verk þrátt fyrir að vera æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu. Legg til að þú aflir þér upplýsinga áður en þú skrifar. Svo er það líka fáránlegt að halda því fram að lögreglan beiti táragasi að tilefnislausu, táragasi hefur ekki verið beitt síðan 1949. Það er ekki skrítið að lögreglumenn hafi beitt táragasi þegar gróti og gangstéttarhellum var kastað í þá. Ekki blanda Birni í þessa umræðu, ofbeldisseggirnir sem grýttu lögregluna kölluðu þetta yfir sig. Kjósum strax, ekki meir Geir!! Góðar stundir.

Ólafur Sævarsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 01:24

6 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Ólafur Sævarsson þú bullar bara. Hvar sérð þú skrifað hjá mér að lögregla sé að beita táragasi að tilefnislausu ??????????? HVERGI !!! Og þú þarft ekki að gefa mér kennslu í Íslendingarsögunni, ég er vel lesin þar.

Og þetta með Björn..... varst þú á þeim fundi, og ert þú einni maðurinn sem hefur heimildir frá lögreglu, þú segir mér ekki hvað ég má og hvað ég má ekki, hvað heldurðu að þú sért ??????   Og hvenær getur Björn ekki varið sig sjálfur, ert þú sérlegur sendinefnd fyrir hann ?????

Og svona að lokum lestu bloggfærsluna aftur, þar kemur hvergi fram að ég sé meðmælt  þessu ofbeldi, heldur þvert á móti, ég er að benda á að þessar aðferðir skili engu,  er bara olía á eldinn. Ég held að þú ættir að telja upp á 100. áður en þú ræðst svona á fólk á netinu, sem betur fer er ég ekki með sömu skoðun og þú, ennnn þú virðist halda að allir eigi að vera á sömu skoðun og þú, hvað er það ???? reyndu að þroskast.

Já.... Rut sumu fólki er ekki viðbjargandi, líður ekki vel nema vera á móti, og helst að vera nógu mikið nastý, ennn  þeir eru ekki að mæta ömmu sinni þegar þeir mæta mér.

Sigurveig Eysteins, 23.1.2009 kl. 02:12

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sam hér, þó amma sé

Rut Sumarliðadóttir, 23.1.2009 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband