Verðtrygging er að drepa fólk.....

og er líka búin að gera það  í mörgum tilfellum, þeir sem skulda ekkert skilja þetta ekki, tala bara um að fólk hafi farið of geyst, og spyr af hverju skuldarðu svona mikið ??? hefurðu ekki borgað af lánunum ??? hefði þér ekki verið nær að gera þetta eða hitt ??? Fólk sem lætur svona út úr sér skuldar ekkert og hefur ekki kynnt sér málið.

Fyrir ykkur sem vitið það ekki þá er þetta verðtryggingin, þegar íbúðin er keypt, fer viðkomandi í greiðslumat, og þeir gefa grænt ljós á kaup, þá er staðan önnur (var staðan önnur) síðan eru liðin nokkur á, og staðan núna er hræðileg, verðtrygging og vextir eru búin að hækka lánið um margar milljónir, þrátt fyrir að viðkomandi borgi og borgi, þegar viðkomandi fékk lánið þá var hann/hún að borga af láninu með svona 20% af laununum sínum, núna er sagan önnur, núna í dag er sama manneskja að borga 60-70% af launum í afborganir af sama láni, það sér það hver helvita maður að þetta gengur ekki upp, og þeir sem sjá þetta ekki eru bara staur blindir.

Það verður að leiðrétta þetta og það strax, taka þessa vertyggingarhækkun og afnema hana, það er eina leiðinn fyrir heimilin í landinu til að halda lífi.

Þá koma þessir sem skulda ekkert og mótmæla, af hverju fá þeir niðurfellingu en ekki við ??? Það eina sem fólk er að biðja um að verði leiðrétt er þessi VERÐTRYGGINGAR-ÞJÓFNAÐUR sem bankarnir eru búnir að stunda allt af lengi. Við erum ekki að biðja um ölmusu aðeins leiðréttingu á þjófnaði.


mbl.is Föst í of lítilli íbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Ég er á sama máli og þú.  En hvers vegna ættu þeir sem "ekkert skulda" að blandast í málið.  Margir byggðu húsin sín þegar vextir voru neikvæðir og þá var það í raun verðbólga þess tíma sem greiddi húsin að stórum hluta. Kannski eru það þeir sem fetta fingur útí breytingar í dag ? 

Þarna voru en og aftur í gangi misvitrir pólitíkusar og "fulltrúar" þeirra í bönkum á þeim tíma, bankastjórarnir og í stað þess að lagfæra "vaxtadæmið" skelltu þeir þessum óskapnaði á sem kallast "verðtrygging" og er lítið annað en peningaprentun, bara í öðru "formi" en Seðlabankinn færi að.  Auk þess aftengdu þeir launavísitölu fáum árum seinna og ekki bætti það úr skák.

Verðtryggingin kemur til með að skaða fleiri en þá sem skulda, þessir "loftbólupeningar" koma til með að skaða alla að lokum.  Þessi óskapnaður er þegar kominn á það stig að erfitt verður að snúa við, en annað hvort er að nota tækifærið núna "ella springur allt fjármálakerfið" eftir x-tíma og ekki verður auðveldara að eiga við það en "flórinn eftir útrásarvíkinginn", sennilega mun erfiðara.

Það sama á við um þann óskapnað sem við köllum "kvótakerfi", hreinsum einnig til þar.

Páll A. Þorgeirsson, 12.2.2009 kl. 18:04

2 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Ég vildi hafa það með, því þeir sem skulda ekkert, halda uppi mestu gagnrýni á að það megi ekki gefa eitt eða neit.

Sigurveig Eysteins, 12.2.2009 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband