Mikið skelfing er ég orðin þreytt á þessum skrípaleik.

Ég hef ekki bloggað lengi, það er einfaldlega vegna þess að ég er orðin skelfilega þreytt á þessum skrípaleik sem viðgengst á þingi og í allri stjórnsýslunni, það gaspra allir upp í hvern annan,(stjórnarandstaðan má taka þetta til sín) þeir neita að gefa sig láta hagsmuni flokksins ganga  fyrir hagsmunum fólksins, þeir vita ekki hvað auðmýkt er, ekki til í orðabók hjá þessu fólki. HVERNIG VÆRI AÐ KOMA SÉR AÐ VERKI OG VINNA SAMAN, ÞAÐ DRÆPI YKKUR EKKI, ER ÞAÐ ?????  Ég get fullyrt að það er ekki þetta sem fólkið í landinu kaus ykkur á þing til að gera. þIÐ MINNIÐ MIG Á OFVIRKA 2 ÁRA DÓTTIR MÍNA ÞEGAR HÚN VAR SEM VERST, ÉG HEF MEGNUSTU ANDSTIGÐ Á ÞESSUM SKRÍPALEIK OG ÞAÐ BESTA VIÐ ÞETTA ALLT ER AÐ ÞIÐ ERUÐ Á LAUNUM Í ÞESSUM EiNKA SKRÍPALEIK YKKAR.

Hvernig væri að þið færuð að vinna saman að því að koma heimilunum út úr þessum hörmungum, það hefur ekkert gerst ennþá sem er áþreifanlegt fyrir mig, hjá mér hefur ástandið bara versnað og verður bara  verrsland_741386_jpg_sokkvandi_island.jpga og verra með hverjum deginum sem líður.                                                             

 

Svona fyrir þá sem skilja þetta ekki þá er það þetta sem hefur hækkað: Öll lán bæði bíla og húsnæðislán og matur um tugir þúsunda.

 

Það sem hefur lækkað  eru launin um tugir þúsunda, í formi vinnustunda.

 

Ég ríg held í hverja krónu, ennnnnnnn það dugir ekki til, hvað á þetta að ganga svona lengi, eða réttara sagt  hvað held ég þetta lengi út ?????


mbl.is Saka sjálfstæðismenn um málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Heyr heyr

Sameinuð sigrum við sundruð föllum við.

Rúnar Már Bragason, 10.3.2009 kl. 00:51

2 Smámynd: Hlédís

Myndin hér að ofan er sterk - og rifjaði upp þetta erindi:

Eitt er landið ægi girt
Yst á ránar slóðum,
Fyrir löngu lítils virt,
Langt frá öðrum þjóðum.
Um þess kjör og aldarfar
Aðrir hægt sér láta,
Sykki það í myrkan mar,
Mundu fáir gráta.       (
Matthías Jochumsson.)

Hvar er grunnurinn að SKJALDGBORGAR-byggingunni ?- Nú á hann að fara að sjást.

Hlédís, 10.3.2009 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband