Brandari

Rétt fyrir hvítasunnu hringir roskinn maður á Raufarhöfn í son sinn í
Reykjavík og segir "mér finnst leiðinlegt að eyðileggja svona fyrir þér
daginn, en ég verð að segja þér að við mamma þín erum að skilja.  Ég er búinn
að fá nóg eftir fjörtíu og fimm ömurleg ár."

"Pabbi hvað er eiginlega hlaupið í þig?" hrópar sonurinn í símann.

"Við þolum ekki lengur að sjá hvort annað" segir gamli maðurinn.
 "Við erum komin með ógeð hvort á öðru.  Mér verður illt þegar ég tala um þetta
svo ég bið þig að hringja í hana systur þína í Hafnarfirði og segja henni
frá þessu."

Sonurinn alveg í rusli, hringir í systur sína sem tryllist
"Þau fara ekkert
að skilja á meðan ég fæ einhverju ráðið" öskrar hún í símann "láttu mig sjá  um þetta."

Hún hringir samstundis norður á Raufarhöfn og hrópar á gamla manninn föður  sinn.
"Láttu þér ekki detta það í hug að þið farið að skilja.  Og gerðu enga
vitleysu fyrr en ég er komin til ykkar.  Ég hringi í hann bróður minn og svo
komum við bæði til ykkar annað kvöld.

Og enga vitleysu - Heyrir þú það!"
Og með það leggur hún tólið á.

Gamli maðurinn leggur tólið á snýr sér að konu sinni og segir

"Jæja þau verða þá hjá okkur núna á hvítasunnunni.  Hvað getum við eiginlega
sagt þeim svo þau komi til okkar á jólunum?"


Góður
Tounge



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Takk fyrir góðan brandara, hann fékk mig til að hlæja upphátt.

Því miður er hann hrikalega sannur.  Eftir jarðaför foreldra minna heyrði ég systkinni mín tala mikið um hvað þau hefðu verið alltaf í heimsókn.  Þar sem ég leit við alla virka daga og eldaði fyrir þau síðasta árið, varð ég aldrei vör við þau. Mér sárnaði verulega fyrir þeirra hönd en sagði ekkert. Ég held ég sendi þeim hann með þínu leifi.  ha..ha..hha

Matthildur Jóhannsdóttir, 13.5.2009 kl. 12:16

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Rut Sumarliðadóttir, 13.5.2009 kl. 14:21

3 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Takk fyrir Rut og Matthildur það er gott að geta hlegið og auðvita máttu senda brandarann áfram, eins og þú talar um Matthildur þá eru líka skilaboð í þessum brandara, fær mann til að hugsa.

Sigurveig Eysteins, 13.5.2009 kl. 20:38

4 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Þessi er góður. 

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 14.5.2009 kl. 11:36

5 Smámynd: Berglind Berghreinsdóttir

hahhaha góður..... súrsætt að vísu.....

Berglind Berghreinsdóttir, 14.5.2009 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband