Það á að sekta fólk sem ekki hugsar um börnin sín

Það ætti að sekta fólk sem hugsar ekki um börnin sín, þegar börn fá skemmdar tennur þá er það bara út af vanrækslu hjá foreldri, ef börn eru burstuð 2 til 3 á dag og aukalega þegar þau fá eitthvað sæt eða súrt þá eru ekki skemmdar tennur hjá þeim, fólk talar um að lyf valdi skemmdum það er bull, vanræksla veldur skemmdum sama hvað hver segir, til að halda tönnum heilum verður að bursta mörgum sinnum á dag nota tannþráð daglega og munskol daglega. Ég á 3 börn og ég gerði þetta með þau öll, var að vísu mikil vinna en það er mikil vinna að eiga börn, ekkert að mínum börnum er með skemmdir þau eru núna 26, 23, og 18 ára og eru með perlu hvítar tennur, þetta er hægt en það er vinna sem borgar sig kostnaður við tannlæknaferðir á 6 til 8 mánaða fresti er ekki mikil.(flúor,skoðun og myndataka) Og hvað sem hver segir þá skemmast ekki tennur sem er hugsað um. Það er ekki sama að bursta og bursta.
mbl.is Sykrað gos skattlagt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hanna

Ég er algjörlega sammmála þér Sigurveig. Ég hef nákvæmlega sömu sögu að segja um tannheilsu barnanna minna sem eru líka 3, á aldrinum 12 - 23 ára.

Að mínu mati er það vanræksla að fara ekki með börn til tannlæknis til að láta skorufylla jaxla og til að fluorbera tennur reglulega.

Ásamt auðvitað því að foreldrar eiga að velja hollt fæði handa börnunum sínum.

Ég er hinsvegar alveg mótfallin því þegar verið er að reyna að stýra innkaupum með skattlagningu. Þeir sem á annaðborð lifa óheilbrigðu lífi, gera það þó að það verði lagðir skattar á óhollar vörur.

Frekar að lækka hollar vörur, ávexti og grænmeti. Til að hvetja til neyslu á þeim.

Hanna, 14.5.2009 kl. 18:06

2 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Ég ber mikla virðingu fyrir þér Stefán, ég kom á stofu til þín fyrir 20 árum með 2 ára ofvirka stúlku, hún rústaði næstum stofunni hjá þér, þú lagðir línurnar fyrir mig, hvað og hvernig ég ætti að ná tökum á þessu brjálaða barni, ég fór í einu og öllu eftir því sem þú sagðir þetta var mikil baraátta en aðferðin virkaði og eingin lyf, í dag er þessi stúlka æðisleg, kláraði stúdentspróf og er núna í Háskólanum og gengur mjög vel, þetta er þér að þakka og auðvita mér að halda þetta út, gafst ekki upp. Eins var það með tannlæknirinn, hann lagði línurnar og ég fór eftir því þó að ég hafi þurft að elta þessa ofvirku með tannburstann um allt hús. Gosdrykkjafyrirtæki velta milljónum það vitum við og það er allt í lagi að leggja á þá skatta, en það eru alltaf við foreldrar sem höfum síðasta orðið, og auðvita eru þarna foreldrar þarna úti sem gefast bara upp. Það veit ég frá fyrstu hendi, það var farið hræðilega með mig sem barn, og kannski þess vegna sem ég passa mjög vel upp á það sem ég á, þessi æðislegu börn sem ég á.

Svona að lokum þá berum við foreldrarnir fyrst og fremst mikla ábyrgð og svo kemur ríkið og aðstoðar okkur.

Sigurveig Eysteins, 14.5.2009 kl. 18:32

3 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Sammála þér Hanna

Sigurveig Eysteins, 14.5.2009 kl. 18:36

4 Smámynd:

Ég er alveg sammála þér Sigurveig. Þegar ég útskrifaði börnin mín til eigin ábyrgðar um tvítugsaldurinn var ekkert af þeim 3 sem hafa hleypt heimdraganum með eina einustu skemmda tönn. Á mínu heimili var reynt að borða hollan mat, ekkert gos nema á tyllidögum, afar sjaldan nammi, tennur burstaðar tvisvar á dag og farið til tannlæknis árlega þar sem jaxlar voru skorufylltir og tennur flúorbornar. Auðvitað er til fólk með lélegar tennur frá náttúrunnar hendi en það fólk ætti einmitt að leggja enn meiri rækt við tennur barnanna sinna. Að skattleggja óhollustuna skilar engu nema blankara fólki sem notar það þá enn frekar til að hunsa tannlækninn. Gjaldtaka tannlækna er svo annað mál sem þarf að taka til úrvinnslu.

, 14.5.2009 kl. 21:30

5 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Gott að heyra að það hafa verið til fleiri "vondar" mömmur en ég.  Ég á 3 stráka, 12-11 og 8 ára. Þeir voru einmitt að segja núna í kvöld á meðan fréttirnar voru um tannskemmdir barna, að þeir hafi aldrei fengið skemmd í sínar tennur.

Þetta virkar, bursta tennurnar kvölds og morgna og hafa nammi í hófi.  Ávextir og aðrar hollustu vörur á hverjum degi. Ég á ekki ofvirk börn eða með nein vandamál (heppin ég), en ég tók þá ákvörðun þegar þeir voru litlir að bursta alltaf tennurnar og gefa þeim flúortöflur 1x á dag. Þeir voru ekki komnir með tennur þegar ég átti tannbursta handa þeim og setti á það smá tannkrem og strauk yfir gómin á þeim. Þeim fannst þetta mjög þægilegt, sér í lagi á meðan þeir voru að taka tennur. Um leið og fyrsta tönnin lét sjá sig, þá fengu þeir flúor til að bryðja. 

Það borgar sig að byrja strax á að kenna þeim þennan góða sið, í dag eru þeir allir með heilbrigðar tennur og vita ekki hvað tannpína er.  Ég græt fyrir þau börn sem fá hana, ég þekkti hana af eigin raun sem krakki.

 En það er rétt sem Stefán segir, þeir eru misjafnir foreldrarnir og þeir eru margir. Það verður líka að taka tillit til þeirra uppeldi og venja. Sumir hafa bara ekki þessa stjórn á hlutunum, eða þolinmæði að hlaupa á eftir börnunum og bursta tennurnar.  

Ég er mjög hlynnt því að tannlækningar fyrir börn, verði ókeypis í framtíðinni.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 14.5.2009 kl. 22:53

6 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Maður fær að heyra ýmislegt frá börnunum sínum þegar þau voru ung, eins og þú ert vond þegar ég var að tannbursta, í dag þakka þau mér fyrir að þurfa ekki að eiða stór fé í tannlækna. Ég notaði líka þessa aðferð Kristin, að byrja að bursta áður en að tennur komu, þeim fannst æðislegt að fá tannburstan úr frystir þegar þau voru að taka tennur. Núna er ég búin að fá fyrsta barnabarnið og ég gaf honum fyrsta tannburstan þegar hann var að taka tennur. Eins var ég búin að fara með mín börn til tannlæknis fyrir 2. ára aldur í smá skoðunarferð og aðeins að máta stólinn, enda voru ferðir til tannlæknisins skemmtiferð fyrir þau og ekki skemmdi fyrir að þau fengu vegleg verðlaun frá tannsa á eftir.

Sigurveig Eysteins, 15.5.2009 kl. 00:20

7 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Það er ótrúlegt hvað það getur verið gaman að fara til tannlæknis, ef börnin fá að fara til þeirra áður en eitthvað þarf að gera. 

Lengi býr að fyrstu gerð!!! Þeir eru nú ekki orðnir fullorðnir mínir, en eru mér þakklátir í dag.  Sér í lagi þegar þeir sjá í fréttum krakkana sem eru með hrottalegar skemmdar tennur. Það er sorglegt. 

En þetta er vert málefni að tala um, því það býr fleira að góðri tannheilsu.  Það er grundvöllur góðrar meltingar að hafa heilar og góðar tennur, sem segir sig sjálft að sé grundvöllur líkamlegrar heilsu.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 15.5.2009 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband