Varstu skáti á tímabilinu 1962 til 1964 ?????

Ef svo er þætti mér vænt um að þú hefðir samband við mig. Sérstaklega ef þú ert ein að þeim sem fóru í heimsóknir til barna (um jól) á ríkisrekin  barnaheimili (Silungapoll) til að færa þeim jólagjafir. Ég er eitt af þessum börnum og er að rannsaka gjafaferðir skáta jólin 1963 sem voru örugglega farnar í góðri trú um að þeir væru að gera góðverk, sem var síðan ekki raunin. Þegar þeir voru farnir af svæðinu, þá kom annað í ljós, ef einhver man eftir þessum ferðum væri mjög gott að heyra þeirra sögu, sem var örugglega farin í góðri trú og þeir ekki vitað betur og vita sennilega ekki annað í dag. Ef þú veist eitthvað um þessar ferðir getur þú svarað mér hér á blogginu eða sent mér línu á sivva@visir.is og skilið eftir símanúmer og ég hef samband við þig. Með fyrirfram þökk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Ég fór að hugsa um það eftir að ég seti þetta inn, að einhverjir færu að velta sér upp úr því hvað ég væri að gera í fortíðinni, málið er að ég er að fara fyrir rannsóknarnefnd í september sem er að rannsaka meðferð á börnum á þessum heimilum og það sem ég þarf að vita er hvort það sem ég man eftir er rétt eða ekki og eins er líka allt í lagi að skátar frá þessum tíma viti af því að peningar og gjafir sem þeir voru að gefa fóru ekki á þá staði sem þeir áttu að fara á, sem er auðvita sorglegt. Eins er mjög mikilvægt að rannsóknarnefndin fái staðfestingu á að þessir hlutir hafi verið að gerast en sé ekki einhver uppspuni.

Sigurveig Eysteins, 22.5.2009 kl. 01:20

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Vonandi verður þér eitthvað ágengt í þessarri þörfu rannsókn.  

Sjálf var ég of lítil á þessum árum til þess að vera send eitt eða neitt.   Var hins vegar eitt sumar á Úlfljótsvatni, á sjöunda ári og sjaldnast rötuðu nú gjafirnar frá fjölskyldum barnanna, sem þar dvöldu, rétta leið !

Var boðið að gerast ljósálfur, ári á undan, eftir sumardvölina, en afþakkaði pent.

Það var víða pottur brotin á þessum árum -líka hjá skátunum, þó að lítið hafi verið um það fjallað.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.5.2009 kl. 01:39

3 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Ég er ekki að gagnrýna skátana enda efa ég að þeir hafi vitað af því hvað var að gerast á þessum heimilum, enda voru gjafir ekki teknar af okkur fyrr en að þeir voru farnir, gjafir sem sáust ekki í húsinu eftir það, hvert þær fóru, vita sennilega aðeins starfsfólk, og þetta starfsfólk er annað hvort látið eða er komið vel yfir 80. árin. En skátar sem voru í þessum ferðum eru í dag á aldrinum 60 til 70 ára, svo það ættu einhverjir af þeim að vera á lífi og muna eftir þessu.

Sigurveig Eysteins, 22.5.2009 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband