Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
Það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón
11.2.2010 | 20:35
Kaupþing býður afskriftir í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
HVAÐ ER ÞETTA ??? HVAÐ MEÐ ÍSLENDINGA ???
11.2.2010 | 14:40
Þúsundir Svía fá tilboð um 40% afskrifir frá Kaupþingi
Um 3.200 Svíar hafa fengið tilboð frá Kaupþingi um 40% afskriftir af lánum sínum í bankanum þar í landi.
Kaupþing í Svíþjóð lánaði sparifjáreigendum þar í landi fyrir kaupum á skuldabréfum í Lehman Brothers. Voru lánin með veði í bréfunum. Heildarupphæðin á þessum lánum nemur um milljarði sænskra kr. eða tæplega 18 milljörðum kr. Umræddir Svíar fengu að jafnaði 350.000 sænskar kr. hver að láni frá Kaupþingi til þessara skuldabréfakaupa.
Kaupin á skuldabréfunum fóru fram í gegnum fjármálafyrirtækið Acta Kapitalförvalting. Í frétt um málið á vefsíðunni e24.se segir að fyrrgreindir 3.200 viðskiptavinir Acta fengu í síðasta mánuði rukkunarbréf frá norska innheimtufélaginu Lindorff um að borga lán sín.
Lindorff hafði tekið að sér að rukka inn þessi lán Kaupþings en deilt hefur verið um hver skuli greiða þau. Í dag fengu svo þessir viðskiptavinir Acta tilboð frá Kaupþingi um að þeir sleppa við að borga 40% af þessum lánum.
Þetta nýja tilboð Kaupþing felur í sér að bankinn kaupir aftur umrædd skuldabréf, sem voru grunnurinn fyrir fjárfestingum Svíana hjá Acta. Svíarnir fá 40% af nafnvirði skuldabréfanna, það er tapa 60%.
Á e24.se segir að þessu tilboði Kaupþings fylgi einn böggull skammrifi. Svíarnir verða að gefa frá sér allan rétt á lögsókn gegn Kaupþingi og Acta vegna þessara viðskipta.
Ennfremur segir þar að Kaupþing muni væntanlega tapa 120 milljónum sænskra kr. eða rúmlega 2 milljörðum kr. á þessu nýja tilboði sínu. Hinsvegar er ekki vitað hvernig Acta ætli að bæta Kaupþingi tapið.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)