Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Vinir...

Svona leið mér í kvöld þegar ég hlustaði á þingmenn tala ..... Shocking

Vinir eru eins og jólasería ! Sumir eru svolítið bilaðir, aðrir eru bara alls ekki að virka !!... sumir gefa manni stuð, einn og einn blikkar og svo eru þeir sem lýsa upp daginn þinn :-) ♥

 


Ræða þingmanna.......

Var að skrifa um þetta hér : http://sivvaeysteinsa.blog.is/blog/sivvaeysteinsa/
mbl.is Bankarnir skili hagnaði til samfélagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræðumenn á þingi....

Núna rétt áðan var að ljúka stefnuræðu forsætisráðherra.... ég ætla að reyna að segja ykkur hvernig ég upplifði þessar ræður.

Jóhanna  bullaði eitthvað um hvað hún væri búin að gera mikið fyrir þessa þjóð og hvað hún væri æðisleg.

 Steingrímur  var bara reiður og sár.

Katrín talaði um prósentur og virkjanir.

Guðmundur barði bara trumbur.

Birgitta talaði um og heimilin og  bankamafíuskart_motmaeli_1_okt2011_188.jpgna.

Sigmundur talaði um......... ??? ég náði því ekki....ég var svo upptekin að horfa á hann,  hvað hann var búin að breytast í útliti og tali.

Ólöf Nordal talaði um að ekkert væri að gerast og litla samstöðu..... við gerum ekki .... við gerum ekki.... við gerum ekki.....

Svandís Svavars las fyrir okkur sögu.... hefði getað verið litla gula hænan... ég tók ekki eftir því... eins upplýsti hún okkur um að hún hefði verið mjög sár yfir ræðu forsetans....

Vigdís talaði um ljósið í myrkrinu og að Jóhanna og Steingrímur væru farin úr salnum til að kasta grjóti í glerhúsi.....

Þór S. talaði um mótmæli og erfiðleika okkar á að skilja af hverju við værum að mótmæla... hann hjálpaði okkur við að túlka þetta... eins talaði hann um spillingu, bankamafíu og einhverja útvalda sem eru á spena hjá bönkunum ...Eftirlegu kindur sem verða að fara af þingi....

Magnús Orri samfærði mig um að allt væri í lagi hér á landi..... eða þannig.... ??? Eins kom orðið jafnaðarmenn fyrir í öðru hvoru orði....

Birgir Ármann talaði um pólitíska krýsu... dulbúnar gjaldhækkanir og að fjármálaráðherra sjái í land. Getum ekki talað okkur út úr vandanum. Og að síðustu... töfralaustnir sem koma upp úr hatti.

Þráinn B. talaði um að lífið snúist um peninga og sumarið 1921. Lífslíkur upp á 28. ár fyrir karla og 36. ár fyrir konur. Hungur þekkjum við  BARA úr sjónvarpi. það vanti bros á fólkið. Við höfum séð það svartara í þessu landi. Og að lokum var það gerviheimur....

Ásmundur talaði um að það verði að upplýsa forsætisráðherra. Verðtryggingu. Aðgerðir innihalds litlar... aðeins gull umbúðir.....

Margrét talaði um væntumþykkju og að Róbert væri ekki með íslenskt verðtryggt húsnæðislán, svo hann vissi ekkert hvað hann var að tala um.  Bankar hafa ekki samviskubit eða siðferði. Bankarnir rændir innan frá og fólkið í landinu líka. Eitthvað var hvorki fugl eða fiskur. Útrásar dólgar.....

Og aumingja ég er engu nær....... velti fyrir mér hvað hafi gerst.... er eitt STÓRT spurningarmerki og er alveg LOST......


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband