Færsluflokkur: Spaugilegt

Brandari

 Mér fannst þessi mjög góður.

Jónas 92 ára og Magga 89 ára búa á Grund og eru upp með sér að hafa ákveðið
að gifta sig Þau fara í smá gönguferð til að ræða brúðkaupið og á leiðinni
fara þau fram hjá Apóteki Austurbæjar. Jónas stingur upp á því að þau kíki
þar inn, sem þau og gera.

Jónas heilsar manninum við afgreiðsluborðið og spyr hann hvort hann sé
eigandinn. Maðurinn segir svo vera.

Jónas: Við erum að fara að gifta okkur. Selurðu nokkuð hjartalyf?
Apótekari: Að sjálfsögðu
Jónas: Hvað með blóðrásarlyf?
Apótekari: Allar tegundir
Jónas: Hægðalosandi?
Apótekari: Auðvitað
Jónas: Þarmaflóruleiðréttandi?
Apótekari: allar gerðir
Jónas: Lyf gegn minnistapi, elliglöpum og Alzheimer?
Apótekari: Mesta úrvalið í bænum!
Jónas: Hvað með vítamín, svefntöflur, tannlím og lyf sem slá á Parkinson?
Apótekari: Jú, vissulega, allt af þessu... þetta er nú apótek.
Jónas: Lyf við brjóstsviða, bakflæði, þvagleka og saurleka?
Apótekari: Jú, allt við þessu
Jónas: En hjólastóla, hækjur, stafi, göngugrindur og svoleiðis?
Apótekari: Jú, allar stærðir og kraftmestu tækin.
Jónas: Fullorðins bleyjur?
Apótekari: Jamm
Jónas: Heyrðu, þá ætlum við að vera með gjafalistann okkar hjá þér...

 

Eigið góðan dag! Grin

 
 

 

 

 


Brandari

 Ég fékk þennan sendan í pósti, bara nokkuð góðu.

 

 

Ef þú vilt einhvern sem borðar allt sem þú setur á borð fyrir hann og segir aldrei að þetta sé nú ekki jafn gott og hjá mömmu; ....



.......fáðu þér hund.

Ef þú vilt einhvern sem fer út með þér hvenær sem þú vilt, hvenær sem er og eins lengi og þú vilt ...


.......fáðu þér hund.

Ef þú vilt einhvern sem aldrei snertir fjarstýringuna, er sama um enska boltann og vill alveg sitja hjá þér á meðan þú ert að horfa á rómantískar bíómyndir ...


.......fáðu þér hund.

Ef þú vilt einhvern sem nægir að fara í rúmið með þér til að hlýja þér á fótunum og þú getur ýtt niður á gólf ef hann hrýtur ...


....... fáðu þér hund!

Ef þú vilt einhvern sem gagnrýnir þig aldrei, er slétt sama um hversu lagleg, feit, grönn, gömul eða ung þú ert og virðist hlusta af athygli á hvert orð sem þú segir; og elskar þig skilyrðislaust ...


.......fáðu þér hund.


Hins vegar!  Ef þú vilt einhvern sem gegnir þér aldrei, tekur varla eftir því þegar þú kemur heim, skilur óhreinindi eftir sig út um allt, kúgar þig gjörsamlega, er úti langt fram á nótt, kemur heim rétt til að borða og sofa og virðist sannfærður um að þú hafir einungis verið sköpuð til að gera honum til geðs ...
......
......
......
......
......
......
......
......

....... þá skaltu fá þér kött!


Ég veit alveg að þú hélst að ég ætlaði að segja EIGINMANN? 
Wink
 

 


Brandari.....

Vissir þú að:

 

-          Það tekur matinn 7 sekúndur að fara frá munni og ofan í maga.

-          Hár af höfði manns getur haldið þrem kílóum.

-          Lengdin á lim mannsins er jöfn lengd þumalsins, margfaldaðri með þremur.

-          Lærbeinið er hart sem steinsteipa.

-          Hjörtu kvenna slá hraðar en hjörtu karla.

-          Á hverjum fæti höfum við þúsundir baktería.

-          Konur blikka augunum tvöfalt oftar en karlar.

-          Við notum 300 vöðva bara til að halda jafnvægi á meðan við stöndum.

-          Konur eru nú búnar að lesa allan þennan póst.

-          Karlar eru enn að skoða á sér þumalinn!

            ;-) Tounge


 

Karlmenn, grái fiðringurinn.

Ég fékk þennan í pósti í dag, hann er bara nokkuð góður.Joyful


Ég horfði gagnrýnum augum á konuna, sem ég hef verið giftur í 30 ár og sagði:

Heyrðu elskan – fyrir 30 árum áttum við ódýra íbúð, ódýran bíl, við sváfum


á sófanum í stofunni, horfðum á 10 tommu svart/hvítt sjónvarp og á hverju


kvöldi iðkaði ég bólfarir með viljugri 25 ára stelpu.




Núna á ég 80 milljóna hús, 15 milljóna bíl, rúm á stærð við skeiðvöll og


50 tommu flatskjá – en þarf að sætta mig við það á hverju kvöldi, að fara í bólið


með þreyttri 55 ára konu.  Ég fæ ekki séð að þú hafir haldið í við þróunina hér !




Ég verð að játa að ég á skynsama konu :  Hún leit snöggvast á mig og sagði um leið:  


Ekki vandamálið :  Drífðu þig bara út og finndu þér 25 ára viljuga stelpu !


Ég sé um að þú fáir hitt aftur: Ódýra íbúð, bíldruslu og ódýrt svart/hvítt sjónvarp !


–  eftir þessi 30 ár, veistu að ég meina það sem ég segi.  




Er konan mín ekki frábær - Grái fiðringurinn hvarf á einu andartaki !!!

 



Bretar í vandræðum..........

Fannst þessi mynd nokkuð góð. Núna eru menn búnir að gleyma teroristalögunum sem þeir setu á okkur, og vinsældir þeirra eru á leið niður, núna verða þeir að ráðast á einhverja til að ná vinsældum upp, ætli það verði ekki Írar, bankakerfið hjá þeim er líka  í miklum vandræðum, eins og hjá Bretanum.

Mynd: Laurel & Hardy  svona fyrir þá sem muna ekki eftir þeim.

 

15206581_jpg_darling_og_gordon.jpg


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband