Færsluflokkur: Heimspeki

Brandari

Rétt fyrir hvítasunnu hringir roskinn maður á Raufarhöfn í son sinn í
Reykjavík og segir "mér finnst leiðinlegt að eyðileggja svona fyrir þér
daginn, en ég verð að segja þér að við mamma þín erum að skilja.  Ég er búinn
að fá nóg eftir fjörtíu og fimm ömurleg ár."

"Pabbi hvað er eiginlega hlaupið í þig?" hrópar sonurinn í símann.

"Við þolum ekki lengur að sjá hvort annað" segir gamli maðurinn.
 "Við erum komin með ógeð hvort á öðru.  Mér verður illt þegar ég tala um þetta
svo ég bið þig að hringja í hana systur þína í Hafnarfirði og segja henni
frá þessu."

Sonurinn alveg í rusli, hringir í systur sína sem tryllist
"Þau fara ekkert
að skilja á meðan ég fæ einhverju ráðið" öskrar hún í símann "láttu mig sjá  um þetta."

Hún hringir samstundis norður á Raufarhöfn og hrópar á gamla manninn föður  sinn.
"Láttu þér ekki detta það í hug að þið farið að skilja.  Og gerðu enga
vitleysu fyrr en ég er komin til ykkar.  Ég hringi í hann bróður minn og svo
komum við bæði til ykkar annað kvöld.

Og enga vitleysu - Heyrir þú það!"
Og með það leggur hún tólið á.

Gamli maðurinn leggur tólið á snýr sér að konu sinni og segir

"Jæja þau verða þá hjá okkur núna á hvítasunnunni.  Hvað getum við eiginlega
sagt þeim svo þau komi til okkar á jólunum?"


Góður
Tounge



Taugaveiklun.......

Ég skil ekki þessa taugaveiklun yfir þessari ESB-aðild, flokkarnir hafa bara ekkert með þetta að gera, það erum við kjósendur sem kjósum um þetta, þegar að því kemur, sem allir vita sem hafa eitthvað lesið sér til um þetta þá er það ekkert á næstunni, hvort sem okkur líkar betur eða ver.
mbl.is Áherslan á ESB lýsir taugaveiklun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brandari.....

Vissir þú að:

 

-          Það tekur matinn 7 sekúndur að fara frá munni og ofan í maga.

-          Hár af höfði manns getur haldið þrem kílóum.

-          Lengdin á lim mannsins er jöfn lengd þumalsins, margfaldaðri með þremur.

-          Lærbeinið er hart sem steinsteipa.

-          Hjörtu kvenna slá hraðar en hjörtu karla.

-          Á hverjum fæti höfum við þúsundir baktería.

-          Konur blikka augunum tvöfalt oftar en karlar.

-          Við notum 300 vöðva bara til að halda jafnvægi á meðan við stöndum.

-          Konur eru nú búnar að lesa allan þennan póst.

-          Karlar eru enn að skoða á sér þumalinn!

            ;-) Tounge


 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband