Meiri steypan!!! Írum fannst við æðisleg með klippurnar á lofti.
12.10.2008 | 01:54
Þetta er nú meiri steypan, eins og ég hef sagt hér í bloggi þá eru Bretar ennnnn að velta sér upp úr því hvað við vorum vond við þá í þorskastríðinu, skelfilega langrækin þjóð.
Ég fór til Cornwall á Englandi 2007 til að fara á Háskóla, í hádeginu fór ég alltaf á sama pöbbinn til að fá mér að borða, þessi pöbb var niður við höfnina, og þangað komu mikið af ferðamönnum sem voru á skútum, þar sem ég var að rolast þarna einn, kom fólk til mín og spjallaði og auðvita vildi það vita hvaðan ég kæmi, ég var mjög fljót að svara (mjög stolt) " frá Íslandi " (veit ekki hvort ég væri jafn stolt í dag) Eitt sinn eftir skóla fór ég á pöbbinn, ég var rétt sest niður með kaffið mitt og blöðin þegar inn komu fimm Írskir karlmenn, ( miðaldra Háskólaprófessorar á leið til Frakklands á skútu) þeir settust á næsta borð við mig, eftir smá stund vorum við farin að spjalla, og talið barst að þorskastríðinu, þeir sögðu mér að Írar hefðu haldið með okkur í þorskastríðinu, og þeir sögðu mér að Írum hefði fundist við æðisleg að stand upp í hárinu á Bretanum, og í hvert skipti sem við hefðum notað klippurnar, hefði verið mikil kátína á pöbbum á Írlandi, rétt eins og um mark hefði verið skorað í fótboltanum. Síðan spurðu þeir: hvar eru klippurnar niðurkomnar? (þar sem ég vissi ekki hvar þær voru) svaraði ég: við byggðum safn utan um þær!!! þetta fannst þeim hryllilega fyndið. Svo við ættum kannski bara að leita til Írlands eftir hjálp. þeir hafa að minnsta sama húmorinn og við.
Íslendingar þrjóskir og ósveigjanlegir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.