Hvaða partur er það sem menn skilja ekki ????

  Hvaða partur er það sem þú skilur ekki , viltu útskýra það fyrir mér ???!!! Þetta orðaval hef ég stundum notað á börnin mín, þegar þau gera eitthvað að sér,( sem er bannað)  en eru að gera í hundraðasta skipti,  ég sest þá niður með þeim og reyni að skilja þau. Mér finnst ríkisstjórnin vera í sömu sporum og börnin mín hafa verið stundum. Það þarf einhver að setjast niður með ríkisstjórninni og útskýra fyrir þeim að þeir eru að gera hræðileg mistök. Þetta er allt spurning um TRAUST og að taka  HROKANN út.  það sem þeir hefðu átt að gera fyrir löngu, svo þeir fái vinnufrið... það er að skipta út ÖLLUM í Seðlabankanum, bankastjórunum og stjórn Seðlabankans, og setja bara menn inn sem eru Sérfræðingar, hagfræðingar, viðskiptafræðingar, og rekstrarfræðingar í alla stóla, pólitíkusar eiga ekki að vera í þessum stöðum..... ÖLLUM hjá Fjármálaeftirlitinu, það er óþolandi að þeir skuli vera komnir með þetta vald (hálfgert alræðisvald) og þarna sitja sömu menn  áfram. Voru það ekki þessir sömu menn sem voru ekki að vinna vinnuna sína ???  Áttu þessir menn ekki að hafa eftirlit með bönkunum ??? þeir voru sem sagt verðlaunaðir fyrir vel unnin störf !!!! Næst fá þeir Fálkaorðuna !!!! Það getur hvaða bjáni úr símaskránin séð þetta, eða hvað ???  Ráðamenn þið verðið að byrja á réttum enda, áður en verkið hefst, það er ekki hægt að byrja á þakinu þegar hús er byggt, eða hvað ???...... Númer 1. 2. og 3. er að byrja á TRAUSTI OG HROKA, þá kemur afgangurinn hægt og rólega, er það ekki ???  Pinch Undecided
mbl.is Stjórnvöld skilningslaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála.   Held að flestir séu að verða sammála þessu nema þá þeir sem helst þyrftu þess með.

Magnús Sigurðsson, 20.10.2008 kl. 20:51

2 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Gleymdi að nefna að auðvita eiga pólitíkusar ekki að koma að ráðningum, og menn eiga ekki að geta otað og totað sínum mönnum inn, aðeins á að ráða hæfustu mennina sem sækja um.

Sigurveig Eysteins, 21.10.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband