Þjóðarstoltið horfið ???

  Þegar ég fór í dag á mótmælin , var ég samfærð um að Þjóðarstoltið innra með mér væri horfið, þegar ég nálgaðist Austurvöll, þá var lúðrasveit að spila,  fram, fram, aldrei að víkja,  á sama tíma sá ég allan fjöldann sem stóð þarna, ég hélt að ég færi að gráta, en harkaði að mér, á þessu augnabliki uppgötvaði ég að þjóðarstoltið mitt var þarna ennþá. Joyful
mbl.is Friður og blóm á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Við skiljum vel að þig hafi langað til að gráta, mér fannst nógu áhrifaríkt um síðustu helgi þó það væri ekki lúðrasveit og blóm.  Magga systir biður að heilsa.

Vilborg Traustadóttir, 16.11.2008 kl. 22:36

2 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Takk fyrir þessar sætu kveðjur stelpur

Sigurveig Eysteins, 17.11.2008 kl. 01:15

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sástu þetta í Kastljósinu á föstudagskvöldið. Þetta kom út á mér tárunum þannig að ég skil þig svo vel. Ég upplifi einhvern veginn svo sterka samstöðu í þessum myndum, fegurð og kærleika.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.11.2008 kl. 00:04

4 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Já Rakel það er akkúrat þetta sem ég upplifði þegar ég kom niður á Austurvöll, samstöðu og mikið þjóðarstolt, ég held að ráðamenn ættu að mæta á Austurvöll á næsta laugardag og athuga hvort ekki eitthvað af þessari siðblindu og hroka hjá þeim hverfur ekki, og þeir sjái af sér og segi af sér. Þetta er ekkert ósvipað og að horfa á sveltandi börn í Afríku í sjónvarpi, það er hræðilegt, en fjarlægt, svo þegar maður sér það með eigin augum þá upplifir maður allt annað, (ég bjó í Afríku í 7. mánuði)

Sigurveig Eysteins, 23.11.2008 kl. 04:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband