Plott eða er maðurinn alvarlega veikur ???

  Þegar opinberar manneskjur eins og Guðni segir af sér án skýringa, þá fara sögur á stað, hvað er í gangi ????

 Er þetta plott hjá honum, segir af sér núna til að geta komið ferskur inn í vor í kosningum. Og sagt við kjósendur.   Ég sýndi ábyrgð og sagði af mér.   Eða er karlgarmurinn bara orðin veikur, (ekki meint í niðrandi merkingu) maður er bara skilin eftir í lausu lofti. Errm

  


mbl.is Guðni segir af sér þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Það er sjálfsagt kjaftæði en ég hef heyrt því fleygt að Guðni hafi fengið taugaáfall eftir miðstjórnarfundinn um síðustu helgi, þar hafi verið drama, tár og tregi viðloðandi en ég var ekki þarna svo ég veit þetta ekki 100%.

Björgvin Gunnarsson, 17.11.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Það verða sjálfsagt margar samsæriskenningar á lofti á næstunni, þegar maðurinn gefur ekki út ástæðu fyrir afsögn.

Sigurveig Eysteins, 17.11.2008 kl. 22:56

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, þetta var sannarlega undarlegt move.

Steingerður Steinarsdóttir, 18.11.2008 kl. 16:13

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Kannski sá Guðni að hans tími var liðinn.  Það mættu fleiri taka sér Guðna til fyrirmyndar á þessum tímum.  Að öðrum kosti munum við sitja uppi með pólitísk nátttröll.

Magnús Sigurðsson, 18.11.2008 kl. 22:30

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mér finnst þetta sem Björgvin bendir á hérna að ofan í raun langlíklegasta skýringin á afsögn Guðna. Hún er miklu líklegri en þær sem ég hef hreyrt hingað til. Þegar ég spái í útlitið á karlinum í kringum afsögn Bjarna Harðar. og það að hann fór strax út í frí í framhaldinu af afsögn sinni finnst mér renna enn frekari stoðum undir það að það sem Björgvin segir sé einmitt málið.

Frá mínum bæjardyrum séð sýnir þetta, ef satt reynist, það að Guðni er mannlegur. Ég hefði a.m.k. fengið taugaáfall ef ég hefði staðið mig af því að leiða gjaldþrot yfir heila þjóð hvort sem ástæðan var glópska eða andvaraleysi af einhverju öðru tagi.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.11.2008 kl. 23:54

6 Smámynd: Arnlaugur Helgason

Held reyndar að þetta hafi verið snjallræði hjá kalli. Ég myndi í það minnsta aldrei nenna að standa í þessu óendanlega pólitíska argaþrasi við bæði andstæðinga og ekki síður eigin flokkssystkyni.  Hann hefur það langtum betur hjá Klöru á Kanarí á fínum eftirlaunum kaupandi alls kyns rafdót af Harry ;)

Arnlaugur Helgason, 26.11.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband