Samsæri á mbl.

 Af hverju finnst mér að á hverjum föstudegi þá er engin frétt af efnahagsástandinu á mbl ????

 Síðustu föstudaga hef ég ætlað að fréttablogga um mótmæli,  og verið að leita mér að frétt um efnahagsástandið, til að blogga um og svona í leiðinni ætlað að hvetja fólk til að mæta á mótmæli á laugardegi.

 Er ég orðin eitthvað biluð..... eða eru aðrir sem sjá þetta...... eða er ég farin að sjá samsæri í öllum hornum ???  Ekki er mbl. að passa upp á að fólk verði ekki æst og æsi ekki hvert annað upp svona rétt fyrir mótmælafundi,(hafa vitið fyrir okkur) og sé ekki með einhverjar óþarfa hvatningar- ræður hér á blogginu ???

Er það bara ég sem finnst að umræðan í þjóðfélaginu sé farin að fara út í að, þetta er svo leiðinlegt og  það gerist ekkert, og að það sé vita vonlaust að mæta á mótmæli, getur það verið ???

Hefur Íslenska þjóðin ekki meira úthald en þetta ( 4. mánuði) ???

Þetta er það sem ríkisstjórnin, seðlabankinn og fjármálaeftirlitið er búin að bíða eftir, að umræðan og reiðin lognist útaf. Svo þeir geta haldið áfram sínu svínaríi.

Ég hef haft það fyrir reglu í gegnum lífið að sópa ekki skítnum undir teppið, og æða svo stjórnlaust áfram. Það verður að moka skítnum undan teppinu, áður en hægt er að halda áfram.

Til að hægt sé að byggja upp og halda áfram, verðum við að koma þessu liði frá völdum, til að það geti orðið,  verður fólk að sína samstöðu og mæta á mótmæli, ekki bara þeir sem eru að missa húsin sín og vinnu, heldur allir. Ef okkur er eitthvað annt um þetta land okkar og framtíð barnanna okkar þá mætum við á mótmæli.

Afsökunin hjá stjórnvöldum að fara ekki frá, er að þetta sé svo litill hluti af þjóðinni sem er að mótmæla og auðvita að þeir hafa ekkert gert af sér.image008_jpg_lest_fyrir.jpg  Hvernig væri að sýna þeim annað ????

Mynd: svona verður uppbygging á Íslandi ef ráðamenn fara ekki frá................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband