Hvítþvottur hjá Sjálfstæðismönnum.....

Þá vitum við það.... þetta var allt Samfylkingunni að kenna, þvílíkur hroki, sundrungur í Samfylkingunni, ennnnnn ekki hjá Sjálfstæðinu ?????

Og svo sagði Geir okkur ( þjóðinni ) að hann ætlaði að sitja áfram, hann er ekki búin að átta sig á að það eru aðrir sem geta stjórnað landinu, og hann er búin að segja okkur hvað forseti Íslands á að segja við hann og hvað forseti á að gera í þessari stöðu, þetta kalla ég valdahroki.

Ég ætla rétt að vona að forsetinn setji ekki Þessa flokka í  þjóðstjórn, þeir eru báðir óhæfir með öllu nema þá helst Jóhanna Sigurðardóttir.

Það á bara að senda þingið heim, og koma á utanflokka stjórn.

Ég er sammála Ingibjörgu þegar hún sagði Sjálfstæðisflokkurinn væri  flokkavaldakerfi sem hefur ekki hagsmuni þjóðar að leiðarljósi.

Það sem ný stjórn og forseti á að hafa að leiðarljósi er fólkið í landinu... en ekki að hugsa um rasssssinnnn á sjálfum sér, eins og þeir hafa gert hingað til, menn verða að láta af þessum flokkavaldahroka

Það er verið að tala um upplausnarástand, skelfilega halda menn að þeir séu ómissandi, það er skelfilegt að hlusta á menn, hvernig landið fer til andskotans af því að þeir eru ekki við völd. þetta er eins og sandkassaleikur, þessi hræðsluáróður er óþolandi.  

 


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Nú hefur komið skýrar fram en nokkru sinni áður hvað Geir er hrokafullur. Hann er líka algerlega veruleikafirrtur - heldur að hann ráði því hver tekur við þegar ný stjórn verður mynduð.

, 26.1.2009 kl. 14:15

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Flokkakerfið er löngu úr sér gegið fyrirbæri. Það á að ráð fólk í þessi störf með menntun og reynslu á því sviði sem það vinnur. T.d. ekki dýralækni í fjármálaráðherradóm og svo framvegis.

Ég trúi því að Jóhanna sé heiðarlegur pólitíkus. Þar með  held ég að það sé upp talið. En ansi margir hafa misst trúna á Samfó.

Held að við þurfum að stokka vel upp og hvað höfum við að gera með rúmlega 60 manns á þingi svona lítið land. Eins og eitt hverfi í London t.d. Það þarf að endurhugsa og smíða allt stjónkerfið.

Rut Sumarliðadóttir, 26.1.2009 kl. 14:57

3 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Það sem mér finnst skelfilegast við þetta allt er þessi flokkavaldahroki, það er eingin flokkur sem er hæfur til að stjórna í þessu landi eins og staðan er núna, þeir hafa ekki hagsmuni fólksins í fyrirrúmi, þetta er valdabarátta innan flokka, sem er skelfilegt. Hvernig væri að menn setu þennan valdahroka til hliðar og færu að hugsa um hvað sé best fyrir fólkið í landinu. Hættið (flokkar) að ráðast á hvorn annan, það kemur ekkert út úr því, og menn eru þá ekki að gera annað á meðan.

Sigurveig Eysteins, 26.1.2009 kl. 17:07

4 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Það er alveg rétt. Enginn gömlu flokkann ber hag almennings fyrir brjósti. Við verðum að þurrka þá út og byrja upp á nýtt.

Steingerður Steinarsdóttir, 26.1.2009 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband