90% þjóðarinnar lagði Davíð í einelti........
3.2.2009 | 16:36
Ef einhver er að leggja Davíð í einelti, þá er það ekki bara Jóhanna, heldur öll (næstum) þjóðin.
Það er þetta með gullfiskamynnið hjá Sjálfstæðismönnum, það var gerð skoðanakönnun hjá þjóðinni og það voru um 90 % þjóðarinnar sem vildi hann burt úr Seðlabankanum. Af hverju fór hann ekki þá ???
Það er bara svo skrítið með Sjálfstæðismenn, þeir halda að það sé verið að ráðast á þá persónulega, og tala stanslaust um það hvað Davíð sé góður og skemmtilegur maður, þetta hefur bara ekkert með það að gera hver hann er sem persóna, þetta hefur allt með verk hans, hroka og traust að gera, Sjálfstæðismenn virðast halda að ef þú ert nógu skemmtilegur og mikill brandarakarl þá leyfist þér allt, ég skil ekki þessa hugsun, enda virðist hún vera sér einkenni Sjálfstæðismanna.
Annars eru Sjálfstæðismenn alltaf jafn skemmtilegir, reita af sér brandarana hér á blogginu, þeir verða bara að munna að það er ekkert fyndið að japlast á sama brandaranum í tíma og ótíma. það eru allir búnir að fá leið á þessum kommúnistastjórnar brandara ykkar. Hvernig væri að gera grín að sjálfum sér, það virkar yfirleit vel á alla.
Yfirlýsingar jaðra við einelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:39 | Facebook
Athugasemdir
Er þetta þá ekki orðið fjölelti?
Vilborg Traustadóttir, 3.2.2009 kl. 22:57
Jú... Vilborg, ég held að Sjálfstæðismenn vilji kalla þetta fjöldasamsæri, hræðilega mannvonsku, og við erum vond.
Sigurveig Eysteins, 4.2.2009 kl. 01:09
Haha, fjölelti!
Rut Sumarliðadóttir, 4.2.2009 kl. 12:11
Er málið ekki bara það að það er ekki hægt að hrósa Davíð fyrir neitt nema það að einu sinni í gamla daga átti hann það til að vera fyndinn
Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.2.2009 kl. 04:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.