Um bloggið
Sivva
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2012
2011
2010
2009
2008
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Halló Ríkisstjórn við erum að missa fólk úr landi...
12.2.2009 | 18:10
Væri ekki nær að afnema Verðtrygginguna ???
Hvað verða margir eftir til að borga velferðakerfið ???
Erum við að missa unga menntað fólkið úr landi, hverjir verða eftir, gamalmenni, öryrkjar og hvað þingmennirnir ??? Ef verðtryggingin verður afnumin, fer fólk ekki úr landi, og fólk nær að halda húsunum sínum. Eru bankarnir ekki búnir að græða nóg á fólkinu í landinu ???
Íslendingar á leið til Kanada | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Sivva! Við erum samstiga í gagnrýni á þetta STÓRMÁL. Ég held ég (hvað sem aðrir gera) þurfi að enda ALLA mína pistla sem komment á orðum skyldum sögufrægri tilvitnun í Rómverskan ræðumann: "Auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði!" sem sagt "AUK ÞESS LEGG ÉG TIL AÐ VERÐTRYGGINGAR-GÁLGINN VERÐI HÖGGVINN NIÐUR!" Íhuga þetta í alvöru!
Hlédís, 12.2.2009 kl. 19:50
Hlédís ætli ég geri ekki eins og þú endi færslu hjá mér með því að krefjast þess að VERÐTRYGGINGAR-ÞJÓFNAÐURINN verði afnumin, ég bloggaði vist tvisvar í gær um verðtryggingu og þar tala ég um þennan þjófnað, því þetta er ekkert annað, og tilgangurinn er aðeins einn, bankarnir verða ríkari og við húseigendur verðum fátækari.
Sigurveig Eysteins, 13.2.2009 kl. 00:39
Fínt, Sivva! Við erum sammála og gerum þetta!
kveðja, HG
"Auk þess legg ég til að veðtryggingar-gálginn verði höggvinn niður!"
Hlédís, 13.2.2009 kl. 01:06
Ég er svo oft búin að benda á þetta. Væri sjálf farin ef ég væri 10 árum yngri. Þeim fækkar óðum sem eiga að borga einkabankana og þar af leiðandi eykst greiðslubyrgðin á hvern og einn.
Mér finnst reyndar ekki nóg að fella verðtrygginguna niður, það þarf að fella niður hluta af húsnæðisskuldum fólks líka. Þær hafa margfaldast eins og alþjóð veit.
Rut Sumarliðadóttir, 13.2.2009 kl. 11:41
Rétt Rut! Auðvitað þarf að leiðrétta afleiðingar ósómans - Mér skilst að þessar "löglegu eignir bankanna" séu varðar í stjórnarskrá - eignarétturinn, ´jú nó
Hlédís, 13.2.2009 kl. 13:12
Góð færsla Sivva.
Málið er eimitt af þeirri stærðagráðu að það verður engin möguleiki fyrir gjaldþrota banka að endurrísa nema með samþykki þeirra sem skulda til þess þarf að færa niður skuldir og afnema verðtrygginguna.
Vegna brottflutnings verða fleiri þúsundir tómar íbúðir í landinu innan árs. Það gæti farið svo að næsta vetur mættu bankar og sjóðir þakka fyrir að einhver vilji forða þeim fá skemmdum með því að vera í þeim og kynda þær.
Magnús Sigurðsson, 14.2.2009 kl. 10:55
Þetta er svo taumlaus græðgi að hún endar á að éta innan úr sjálfri sér!!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.2.2009 kl. 15:26
Vel orðað, Rakel! - OG hún er byrjuð á því!
Hlédís, 14.2.2009 kl. 15:47
já Magnús, Rakel og Hlédís við verðum að taka verðtrygginguna út, það er það eina sem getur bjargað okkur, vel orðað" éta innan úr sjálfri sér"sorglegt að ríkisstjórna og bankamenn skuli ekki sjá þetta fyrir græðgi.
Sigurveig Eysteins, 15.2.2009 kl. 02:08
Hvernig væri að ganga í ríkjasamband Kanada?
Taka upp Kanadadollar og sameinast þeim Kanadamönnum. Við erum hvort eð er landfræðilega á flekanum þeirra megin. Flest, skiptist einhvers staðar fyrir austan....
Vilborg Traustadóttir, 15.2.2009 kl. 12:54
Vilborg! Þetta hlómaði sem góður kostur - en nú herma fréttir að Nýfundnaland og Labrador sem gengu í Kanada-ríkasambandið njóti sín illa þar og Sambandið kasti, m a eign sinni á auðlindir þeirra ( olíusvæði er nefnt sem dæmi)
Hlédís, 15.2.2009 kl. 13:52
Nei.... Vilborg líst ekki á, þegar Nýfundnaland fór á hausinn , og þeir gerðust 11. fylki innan Kanada fór allt niður á við hjá þeim, þeir yfirtóku fiskimiðin hjá þeim og höfðu ekki stjórn á veiði, í dag er þorskveiðibann á eyjunum og mikil fólksflótti var þaðan þegar þetta gerðist upp úr 1990, ég var á Nýfundnalandi bæði 1991 og 1993 sem ferðamaður, og það var sorglegt að ferðast um sjávarþorpin sem ekkert líf var í, allt var lokað og í niðurníðslu, og varla nokkra manneskju að sjá, ég óska ekki þessara örlaga fyrir Ísland. Eina lausnin er að afnema Verðtrygginguna og gera það afturvirt þetta er þjófnaður og ekkert annað, allar forsendur sem gefnar voru upp þegar fólk tók lánin eru löngu brostnar, af hverju eiga bankarnir að fá allt sitt en ekki við, hvar er okkar réttur, þegar ég tók mitt húsnæðislán var aldrei talað um 18 eða 20 % verðbólgu, það var á lánapappírum aðeins talað um 2 til 3 % verðbólgu, svo þessir pappírar eru bara bull, og standast örugglega ekki Stjórnaskrá eða lög í landinu, að er verið að brjóta á okkur, og hana nú......... Hvernig væri að löglærðir menn færu í að athuga þetta.
Sigurveig Eysteins, 16.2.2009 kl. 03:26
Það var eftir seinni heimsstyrjöldina (um 1948) sem þeir fóru á hausinn og urðu 11 fylki innan Kanada, það var búið að hreinsa upp miðin 1990, svo ég hafi þetta rétt.
Sigurveig Eysteins, 18.2.2009 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.