Hvítflibba bankarán.

Vonandi tekur stjórnin mark á Evu Joly og nýta sér sérþekkingu hennar, og koma þessum hvítflibba bankaræningjum á bak við lás og slá.

Hvernig stendur á því að bankarnir geta tekið eignir fólks, ef það getur ekki borgað því allar forsendur lánsins eru farnar út í veður og vind ??? Fólkið samdi ekki um þessa hækkun þegar það tók lánið, og greiðslugeta þess miðaðist við ákveðna afborgun, en ekki þessar svakalegu hækkanir, fólkið er búið að borga tugir þúsunda í vexti og verbættur og bankinn græðir og græðir, sumir eru búnir að borga lánið upp miðað við upphaflegu lánshæð, samt skuldar það tvisvar til þrisvar sinum upprunnalega lánsupphæð, og núna er komið í ljós að bankarnir setu myntkörfulánin á stað vitandi að krónan væri að falla, (Eva Joly sagði þetta) þetta gera þeir  vísvitandi  bara til að græða meira á fólkinu í landinu, siðlaust  já, en þeir sáu það ekki fyrir græðgi, og núna eru bankarnir í fullum rétti til að taka heimili fólks upp í skuldir, fólk þarf ekki að missa heimilin sín ef verðtryggingin væri tekin út, bankarnir komu sér í þessa stöðu hjálparlaust, af hverju eiga heimilin að bjarga þeim út úr þessu, og ég hlusta ekki á að þeir fari á hausinn ef verðtrygging verði tekin út, setjum þá bara á hausinn, þeir fara hvort eða er á hausinn ef fólkið í landinu getur ekki borgað, er ekki betra fyrir bankann að fá eitthvað heldur en ekkert ???????  þetta er þjófnaður og ekkert annað, sérstaklega þar sem laun eru ekki verðtryggð.......

VERÐTRYGGINGUNA ÚT TIL  BJARGAR HEIMILUNUM.

Það skal tekið fram að ég er ekki  að missa heimili mitt til bankanna, það er ekki langt í það, með þessu áframhaldi,  en höfuðstól íbúðalána hækkar og hækkar, og það svíður mikið að það gengur ekki til baka, ég sitt uppi með þessa hækkun sem er siðlaust og ótrúleg græðgi.


mbl.is Eva Joly ráðleggur ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

heyr, heyr.

Rut Sumarliðadóttir, 10.3.2009 kl. 12:27

2 Smámynd:

einmitt

, 10.3.2009 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband