Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Halló Ríkisstjórn við erum að missa fólk úr landi...
12.2.2009 | 18:10
Væri ekki nær að afnema Verðtrygginguna ???
Hvað verða margir eftir til að borga velferðakerfið ???
Erum við að missa unga menntað fólkið úr landi, hverjir verða eftir, gamalmenni, öryrkjar og hvað þingmennirnir ??? Ef verðtryggingin verður afnumin, fer fólk ekki úr landi, og fólk nær að halda húsunum sínum. Eru bankarnir ekki búnir að græða nóg á fólkinu í landinu ???
Íslendingar á leið til Kanada | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verðtrygging er að drepa fólk.....
12.2.2009 | 17:07
og er líka búin að gera það í mörgum tilfellum, þeir sem skulda ekkert skilja þetta ekki, tala bara um að fólk hafi farið of geyst, og spyr af hverju skuldarðu svona mikið ??? hefurðu ekki borgað af lánunum ??? hefði þér ekki verið nær að gera þetta eða hitt ??? Fólk sem lætur svona út úr sér skuldar ekkert og hefur ekki kynnt sér málið.
Fyrir ykkur sem vitið það ekki þá er þetta verðtryggingin, þegar íbúðin er keypt, fer viðkomandi í greiðslumat, og þeir gefa grænt ljós á kaup, þá er staðan önnur (var staðan önnur) síðan eru liðin nokkur á, og staðan núna er hræðileg, verðtrygging og vextir eru búin að hækka lánið um margar milljónir, þrátt fyrir að viðkomandi borgi og borgi, þegar viðkomandi fékk lánið þá var hann/hún að borga af láninu með svona 20% af laununum sínum, núna er sagan önnur, núna í dag er sama manneskja að borga 60-70% af launum í afborganir af sama láni, það sér það hver helvita maður að þetta gengur ekki upp, og þeir sem sjá þetta ekki eru bara staur blindir.
Það verður að leiðrétta þetta og það strax, taka þessa vertyggingarhækkun og afnema hana, það er eina leiðinn fyrir heimilin í landinu til að halda lífi.
Þá koma þessir sem skulda ekkert og mótmæla, af hverju fá þeir niðurfellingu en ekki við ??? Það eina sem fólk er að biðja um að verði leiðrétt er þessi VERÐTRYGGINGAR-ÞJÓFNAÐUR sem bankarnir eru búnir að stunda allt af lengi. Við erum ekki að biðja um ölmusu aðeins leiðréttingu á þjófnaði.
Föst í of lítilli íbúð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gordon Brown hefur ekki hugmynd......
12.2.2009 | 16:25
Jóhanna hringi í Gordon Brown | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er ekki hægt að færa heilasellurnar ????
10.2.2009 | 04:15
Er ekki hægt að færa heilasellurnar frá þeim Jóni og Gylfa yfir í Seðlabankann og einhvern hluta af Sjálfstæðinu ???? Annars var ég að horfa á fréttir áðan og þar tók ég eftir brosglotti sem virðist vera fast á Sjálfstæðismönnum þessa daganna, það er alveg skelfilega gaman í vinnunni hjá þeim, sem er auðvita bara gott, ennnn þeir ættu að hafa það í huga að það hjálpar þeim ekki í næstu kosningum, við kjósendur sjáum þetta brosglott og hrokaglott á ykkur, og hafið það í huga að við kjósendur erum að horfa, þegar þið farið í viðtal og myndavélunum er beint að ykkur þá eru þetta ekki einkasamræður á milli ykkar og fréttamanns þið eruð að tala til þjóðarinnar. Ekki það..... ég veit að þið vitið þetta en það er eins og þið gleymið ykkur stundum, sem er auðvita bara gott fyrir aðra flokka. Ekki það að Vinstri grænir og Samfylkingin eru búin að vera ansi brosmild í nokkra daga, (Framsókn og Frjálslindir virðast vera í fýlu) munið bara að helmingur af þjóðinni sér ekkert broslegt við það ástand sem er í þjóðfélaginu núna, takið þetta glott af ykkur og farið að vinna SAMAN af því að koma okkur út úr þessu hræðilega ástandi sem þið eruð búin að koma okkur í.
Vítahringur í peningamálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 04:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
90% þjóðarinnar lagði Davíð í einelti........
3.2.2009 | 16:36
Ef einhver er að leggja Davíð í einelti, þá er það ekki bara Jóhanna, heldur öll (næstum) þjóðin.
Það er þetta með gullfiskamynnið hjá Sjálfstæðismönnum, það var gerð skoðanakönnun hjá þjóðinni og það voru um 90 % þjóðarinnar sem vildi hann burt úr Seðlabankanum. Af hverju fór hann ekki þá ???
Það er bara svo skrítið með Sjálfstæðismenn, þeir halda að það sé verið að ráðast á þá persónulega, og tala stanslaust um það hvað Davíð sé góður og skemmtilegur maður, þetta hefur bara ekkert með það að gera hver hann er sem persóna, þetta hefur allt með verk hans, hroka og traust að gera, Sjálfstæðismenn virðast halda að ef þú ert nógu skemmtilegur og mikill brandarakarl þá leyfist þér allt, ég skil ekki þessa hugsun, enda virðist hún vera sér einkenni Sjálfstæðismanna.
Annars eru Sjálfstæðismenn alltaf jafn skemmtilegir, reita af sér brandarana hér á blogginu, þeir verða bara að munna að það er ekkert fyndið að japlast á sama brandaranum í tíma og ótíma. það eru allir búnir að fá leið á þessum kommúnistastjórnar brandara ykkar. Hvernig væri að gera grín að sjálfum sér, það virkar yfirleit vel á alla.
Yfirlýsingar jaðra við einelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)