Færsluflokkur: Menning og listir
Stóra leyndarmálið
29.9.2008 | 02:42
Hvaða sandkassaleik eru ráðamenn í núna? Af hverju megum við ekki vera með? Er okkur ekki treystandi fyrir þessum upplýsingum? Þær eru kannski svona tæknilegar að við skiljum ekki? Hver var það sem réði þessa menn í vinnu? Hvernig fáum við upplýsingar? Það er sennilega eina spurningin sem ég get svarað........ Svar: FJÖLMIÐLAR. Nei nú ætla ég að hætta því vitið er farið út í veður og vind.


![]() |
Ráðamenn funduðu fram á nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 04:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Einelti er sálar skemmandi
26.9.2008 | 02:41
Ég hef orðið fyrir mjög slæmu einelti bæði líkamlegu og andlegu, þeir sem leggja í einelti ættu að hafa það í huga að venjulega eru þetta einstaklingar sem eitthvað mikið er að hjá (sem leggja aðra í einelti) Þegar ég var lögð í einelti var ég 13 til 16 ára, þetta var skelfilegur tími fyrir mig, og afleiðingarnar voru þær að ég hætti að treysta fólki, og það eimar að þessu enn í dag. Smá dæmi hvað var gert við mig, ég var með mikið ljóst hár, nokkrar stelpur tóku sig sama og fóru með mig inn á klóset og tóku hausinn á mér og héldu ofan í klósetinu svo hárið og andlit fóru ofan í vatnið síðan var sturtað niður aftur og aftur, þegar sturtað var niður fann ég hvernig hárið á mér sogaðist inn í rörið og hvernig vatn fór inn í nefið á mér aftur og aftur,þegar ég barðist við að ná andanum. þetta var bara SMÁ dæmi um það sem ég fór í gegnum. Þegar ég mæti þessum konum í dag þá snúa þær við eða horfa niður, og forða sér. Það sem mér finnst vera alfarlegra, er að sonur minn var lagður í einelti í skóla, þar sem ég hafði verið lögð í einelti, sá ég strax hvað var að gerast, ég barðist við skólakerfið í ein 4.ár og ekkert gekk, ég talaði margsinnis við kennara, skólastjóra, foreldra, sálfræðinga,skólaskrifstofur, allir lofuðu að koma þessu í lag enn ekkert gerðist, þegar sonur minn var síðan fyrir alfarlegri líkamsárás inni á skólalóð, þar sem var sparkað í höfuðið á honum aftur og aftur, var mér allri lokið, ég tók hann úr skólanum, ég kærði atburðinn, lögreglan fór heim til drengsins sem gerði þetta og talaði við foreldra hans,þeim var gert grein fyrir hversu alfarlegt þetta væri, þau spurðu þá hver þetta væri, þeim var sagt það, þá sögðu þau,,,,, já hann er svo skelfilega leiðinlegur og svo er mamma hans eitthvað biluð ,,,, svo þetta var nú í lagi að berja strákinn aðeins.... Lögreglan kom inn á bráðamóttöku eftir þetta samtal, og sögðu mér frá þessu, þeim var greinilega brugðið. Afleiðingarnar af þessu einelti hjá honum eins og hjá mér er að við eigum alltaf von á því versta frá fólki. 'Eg setti son minn í mjög góðan einkaskóla, þar sem hann blómstraði, núna er hann í menntaskóla og gengur vel.
![]() |
Ódæðismaðurinn hringdi í vin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skartgripir
14.9.2008 | 05:31






Menning og listir | Breytt 28.9.2008 kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er komin 1. april ??????
31.3.2008 | 01:46
Af hverju biður maðurinn ekki bara afsökunar og þá er málið dautt, væri meiri maður fyrir vikið.

![]() |
Söfnun fyrir Hannes Hólmstein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ólöglegt
26.3.2008 | 01:49
Þessi aðferð er ólögleg,
brot á mannréttindum,
myndavélarnar verða að vera sýnilegar, og áður enn þú kemur að myndavél á að vera aðvörun fyrir ökumann í formi texta að myndavél sé framundan, enn hér á Íslandi komast menn upp með það sem þeim dettur í hug, ég hef ferðast mikið um heiminn svo ég veit hvað ég er að tala um, svona gerist bara á Íslandi, og fólk sér ekkert athugavert við þetta. Ég er ekki með þessu að seigja að það sé í lagi að vera í glannaakstri eða að brjóta lög,
enn rétt skal vera rétt.




![]() |
16 óku of hratt í íbúðargötu í Hafnarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skilafresturinn er runninn út.....
2.1.2008 | 01:07
Stjórnvöld skilafresturinn er runninn út (1.jan 08) Hef að vísu haft af því spurnir að þetta sé að koma.... já það er kannski best að segja ykkur hvað það er sem ég er að biðja um, jú Breiðavíkurskýrsluna. Ég horfði á myndina í kvöld, þetta hefur verið helvíti og að fyrrverandi starfsmenn geti komið fram og fundist meðferðin á drengjunum vera fyndin, er mér gjörsamlega hulin ráðgáta, ég er hreinlega með æluna í kokinu. Þetta var fyrsta bloggið mitt, það var nú ekki ætlunin að vera svona dramatísk, en varð að koma þessu frá mér, og svona í lokin, horfið á Kastljós næstu daga, þar verða þessi mál rædd eitthvað frekar, að ég held.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)