Setur þau í járn og fer með suður í Reykjanesbæ.....
8.1.2009 | 03:50
þetta hljómar eitthvað á þessa leið. Þetta er nú meiri hrokinn hjá Heilbrigðisráðherra. Ætlar hann að taka þetta starfsfólk og setja það í járn smala því upp í rútu á hverjum morgni og senda þau í biltúr í 20. til 30 mín suður í Reykjanesbæ, er ekki í lagi hjá honum ??? Þetta kallast ekki sparnaður heldur tilfærsla, því jú... einhverju gáfnaljósinu datt í hug að stofna nýjar deildir í Reykjanesbæ, en þessar deildir eru nú þegar til staðar hjá St. Jósefsspítala og í Reykjavík, og þetta kallast sparnaður ??? Ég skora á einhvern að koma vitinu fyrir Heilbrigðisráðherra, jú hann gæti leitað sér lækninga við þessu á St. Jósefsspítala.
Eins og maður hafi verið skotinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Þetta er fáránleg ráðstöfun. St Jósefsspítali er besti spítali landsins. Þar starfar fólk sem hefur þá sérstöðu að starfa í líknandi anda St Jósefssystra. Þú flytur það ekki suður með sjó "í járnum" (vel orðað hjá þér) og sú hugsjón verður aldrei metin í peningum.
Heimskir menn geta þó eyðilagt mikið og það er synd ef það tekst í þessari atlögu því margar hafa verið gerðað að St Jósefsspítala í hagsmunakapphlaupi smákónganna í heilbrigðiskerfinu.
Vilborg Traustadóttir, 8.1.2009 kl. 12:53
Ég ætla bara rétt að vona að Lúlli bæjarstjóri komi okkur hér í Hafnarfirði til bjargar. Það væri ekki gott mál ef við látum 'Arna í Reykjanesbæ vaða yfir okkur á skítugum skónum, ég tala nú ekki um gagnljósið heilbrigðisráðherra.
Sigurveig Eysteins, 8.1.2009 kl. 17:05
Við þurfum hreinlega að koma sjálfum okkur til bjargar, Hafnfirðingar! Það er bara tímaspursmál hvenær þessi afglapi dettur úr embætti heilbrigðisráðherra, það verður að passa upp á að hann rústi ekki heilbrigðismálunum alveg meðan hann lafir inni ... við látum bara ekki taka spítalann af okkur!
Ragnheiður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.