Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Geir þú verður að skilja......

 að við fólkið í landinu erum ekki heilalausir hálfvitar, þú verður að vera í sambandi við þjóðina, það gerist í  gegnum fjölmiðla, þú verður að róa okkur niður, þú verður að tala til okkar, en ekki eins og þú sért á tveggja manna tali við fréttamann, við erum að hlusta, þú ert að tala við okkur,  fréttamaðurinn er bara skilaboðaskjóða, (fréttamenn ekki taka þetta til ykkar)  ég mæli með áður en allt fer í loft upp, að þú komir á fréttafundum á hverjum degi, þar sem þú talar til þjóðarinnar í nokkrar mínútur, þar til þetta gengur yfir, þú getur ekki skilið okkur eftir svona í lausu lofti, ég er bara eitt stórt spurningarmerki eftir þessa stefnuræðu þína, eins held ég að hægt sé að tala krónuna upp, og það er líka hægt að tala krónuna niður, það er það sem ríkisstjórnin og embættismenn eru búnir að gera síðustu daga. Ekki ætla ég að gefa þér ráð annað en þetta: Ég held fjölskyldufundi reglulega á mínu heimili og fer yfir málin, þetta gerir það að verkum að það helst jafnvægi yfir öllu, sem sagt allir í góðu gír,  allir í fjölskyldunni geta óskað eftir  fundi ef eitthvað er að, mæli með þessari aðferð.  með kveðju og von um að þú lesir þetta, ein sem er að fara á taugum Crying
mbl.is Glitnisaðgerð ekki endapunktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver yfirtekur Seðlabankan ??? Skaut sig í fótinn.

  Ef það er rétt að Seðlabankinn sé búin að sækja um lán hjá Seðlabanka Bandaríkjanna, til að koma sér út úr vandræðum. Getur þá ekki Seðlabanki Bandaríkjanna yfirtekið Seðlabanka Íslands og þar með landið?????   Er það ekki það sem Seðlabankinn gerði við Glitnir ?  Hvað kom út úr þessum aðgerðum? Við höfum ekki lánstraust lengur, kallast þetta ekki að skjóta sig í fótinn? Hvar fá Kaupþingsmenn og Landsbankamenn lán? Eiga þeir fyrir næstu greiðslu? Ef ekki, hvar fá þeir lán? Þar sem við höfum ekki lengur lánstraust, hafa þessir bankar ekki haldið sér á flotti með erlendum lánum? Hvað gera þeir nú þegar Seðlabankinn lánar ekki lengur og ekki útlendu bankarnir heldur? Eða skiptir það máli hvort þú ert séra Jón eða bara Jón? Erum við ekki bara komin á hausinn?  Skrifar sú sem ekkert veit...Woundering


mbl.is Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband