Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Þetta er það sem ég hef beðið eftir.
29.3.2009 | 03:36
Þá er biðin á enda. Landsfundur Sjálfstæðismanna hafin, og þeir brugðust mér ekki, ég elska þennan sirkus, Skattmann er komin, Þorgerður gleymdi að segja frá því af hverju hann væri kominn, hann ætlar að skattleggja alla aumingja ríku karlanna sem setu okkur á hausinn, og vissu ekki hvað þeir áttu að gera við alla peninganna, þegar þeir voru búnir að kaupa sér lúxusskip og flugvélar, þá fór afgangurinn á leyni reikninga út um allan heim en ekkert í ríkiskassann og þeir þurfa ekki að borga eignarskatta.
Svo er það Davíð hann bjargaði helginni hjá mér, þar er á ferðinni mikill brandarakarl..... Jesús Kristur hvað ??? Þessi fundur er bara æðislegur, ég er hreinlega andvaka af spenningi yfir morgundeginum.
Skattmann er mættur aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 03:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Karlmenn, grái fiðringurinn.
24.3.2009 | 23:47
Ég fékk þennan í pósti í dag, hann er bara nokkuð góður.
Ég horfði gagnrýnum augum á konuna, sem ég hef verið giftur í 30 ár og sagði:
Heyrðu elskan fyrir 30 árum áttum við ódýra íbúð, ódýran bíl, við sváfum
á sófanum í stofunni, horfðum á 10 tommu svart/hvítt sjónvarp og á hverju
kvöldi iðkaði ég bólfarir með viljugri 25 ára stelpu.
Núna á ég 80 milljóna hús, 15 milljóna bíl, rúm á stærð við skeiðvöll og
50 tommu flatskjá en þarf að sætta mig við það á hverju kvöldi, að fara í bólið
með þreyttri 55 ára konu. Ég fæ ekki séð að þú hafir haldið í við þróunina hér !
Ég verð að játa að ég á skynsama konu : Hún leit snöggvast á mig og sagði um leið:
Ekki vandamálið : Drífðu þig bara út og finndu þér 25 ára viljuga stelpu !
Ég sé um að þú fáir hitt aftur: Ódýra íbúð, bíldruslu og ódýrt svart/hvítt sjónvarp !
eftir þessi 30 ár, veistu að ég meina það sem ég segi.
Er konan mín ekki frábær - Grái fiðringurinn hvarf á einu andartaki !!!
Gott fyrir Kennara að vita.
12.3.2009 | 22:48
Ég fékk þessa sögu í tölvupósti, fannst hún æðisleg, hún getur örugglega hjálpað mörgum Kennaranum til að auka sjálfsmat nemanda. Ég vildi að mínir kennarar hefðu gert þetta, það hefði bjargað miklu hjá mér hvað sjálfsmat varðaði þegar ég var unglingur. Endilega lesið til enda.
Dag einn bað kennari nemendur sína að skrifa nöfn bekkjarfélaganna á blað. Þeir áttu að skrifa eitt nafn í hverja línu og hafa auða línu á milli.
Síðan bað hún nemendur sína að hugsa um það besta um hvern og einn og skrifa það fyrir neðan nafnið. Þegar nemendur fóru úr tíma skiluðu þau blöðunum til kennarans sem fór með þetta heim og bjó til lista yfir hvern nemanda og safnaði saman því sem bekkjarfélagarnir höfðu skrifað. Síðan fengu nemendurnir þetta í hendurnar daginn eftir. Þegar þeir lásu þetta urðu þeir hissa á öllu því jákvæða sem bekkjarfélagarnir höfðu skrifað. Þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir að þeir skiptu svona miklu máli. Kennarinn vissi ekki hve mikið nemendurnir ræddu þetta sín á milli eða við foreldrana en þetta hafði tilætlaðan árangur. Nemendurnir urðu ánægðari með sig og aðra í bekknum, þeim leið betur.
Lífið hélt áfram.
Mörgum árum seinna lést einn nemendanna sem hét Magnús og kennarinn ákvað að vera viðstaddur jarðarförina. Einn vinur hins látna gekk til hennar og spurði hvort hún hefði verið kennarinn hans og sagði að Magnús hefði talað mikið um hana. Foreldrar hins látna komu einnig til hennar og vildu sýna henni svolítið. Þau höfðu fundið samanbrotið blað í veski Magnúsar og var það listinn með öllu jákvæðu atriðunum frá bekkjarfélögunum sem kennarinn hafði fengið honum fyrir mörgum árum. "Þakka þér fyrir að gera þetta,því eins og þú sérð þá skipti þetta hann miklu máli" sagði móðir Magnúsar.
Fyrrum bekkjarfélagar tóku undir það og sögðu að þessi listi hefði fylgt þeim öllum gegnum lífið og skipt þá mjög miklu máli. Þetta var eitt af Því sem þeim þótti vænst um. Þegar gamli kennarinn heyrði þetta settist hún niður og grét, bæði syrgði hún Magnús og svo var hún hrærð yfir því að hafa snert nemendur sína með þessu uppátæki.
Flest okkar hegðum við okkur þannig eins og að við höfum gleymt því að lífið endar einn góðan veðurdag. Enginn okkar veit hvenær sá dagur verður. Þess vegna bið ég þig að segja við þá sem þér þykir vænt um hvað þeir séu þér mikilvægir og eigi sérstakan stað í hjarta þér. Gerðu það oft áður en það verður of seint.
Eitt af því sem þú getur gert er að senda þetta áfram. Ef þú gerir það ekki þá hefur þú misst af tækifæri til þess að gera eitthvað gott fyrir þá sem eru þér mikilvægir. Ef þú hefur fengið þetta bréf þá er það af því að einhverjum þykir vænt um þig og að alla vega einni persónu finnst þú vera mikilvæg/ur. Sendu þetta áfram. Sýndu að þér er annt um vini þína. Mundu að þú uppskerð eins og þú sáir. Mundu að þú ert mikilvægur einhverjum. Vona að dagurinn verði þér fínn og sérstakur því þú skiptir miklu máli !
|
|
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hvítflibba bankarán.
10.3.2009 | 02:58
Vonandi tekur stjórnin mark á Evu Joly og nýta sér sérþekkingu hennar, og koma þessum hvítflibba bankaræningjum á bak við lás og slá.
Hvernig stendur á því að bankarnir geta tekið eignir fólks, ef það getur ekki borgað því allar forsendur lánsins eru farnar út í veður og vind ??? Fólkið samdi ekki um þessa hækkun þegar það tók lánið, og greiðslugeta þess miðaðist við ákveðna afborgun, en ekki þessar svakalegu hækkanir, fólkið er búið að borga tugir þúsunda í vexti og verbættur og bankinn græðir og græðir, sumir eru búnir að borga lánið upp miðað við upphaflegu lánshæð, samt skuldar það tvisvar til þrisvar sinum upprunnalega lánsupphæð, og núna er komið í ljós að bankarnir setu myntkörfulánin á stað vitandi að krónan væri að falla, (Eva Joly sagði þetta) þetta gera þeir vísvitandi bara til að græða meira á fólkinu í landinu, siðlaust já, en þeir sáu það ekki fyrir græðgi, og núna eru bankarnir í fullum rétti til að taka heimili fólks upp í skuldir, fólk þarf ekki að missa heimilin sín ef verðtryggingin væri tekin út, bankarnir komu sér í þessa stöðu hjálparlaust, af hverju eiga heimilin að bjarga þeim út úr þessu, og ég hlusta ekki á að þeir fari á hausinn ef verðtrygging verði tekin út, setjum þá bara á hausinn, þeir fara hvort eða er á hausinn ef fólkið í landinu getur ekki borgað, er ekki betra fyrir bankann að fá eitthvað heldur en ekkert ??????? þetta er þjófnaður og ekkert annað, sérstaklega þar sem laun eru ekki verðtryggð.......
VERÐTRYGGINGUNA ÚT TIL BJARGAR HEIMILUNUM.
Það skal tekið fram að ég er ekki að missa heimili mitt til bankanna, það er ekki langt í það, með þessu áframhaldi, en höfuðstól íbúðalána hækkar og hækkar, og það svíður mikið að það gengur ekki til baka, ég sitt uppi með þessa hækkun sem er siðlaust og ótrúleg græðgi.
Eva Joly ráðleggur ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 03:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mikið skelfing er ég orðin þreytt á þessum skrípaleik.
10.3.2009 | 00:41
Ég hef ekki bloggað lengi, það er einfaldlega vegna þess að ég er orðin skelfilega þreytt á þessum skrípaleik sem viðgengst á þingi og í allri stjórnsýslunni, það gaspra allir upp í hvern annan,(stjórnarandstaðan má taka þetta til sín) þeir neita að gefa sig láta hagsmuni flokksins ganga fyrir hagsmunum fólksins, þeir vita ekki hvað auðmýkt er, ekki til í orðabók hjá þessu fólki. HVERNIG VÆRI AÐ KOMA SÉR AÐ VERKI OG VINNA SAMAN, ÞAÐ DRÆPI YKKUR EKKI, ER ÞAÐ ????? Ég get fullyrt að það er ekki þetta sem fólkið í landinu kaus ykkur á þing til að gera. þIÐ MINNIÐ MIG Á OFVIRKA 2 ÁRA DÓTTIR MÍNA ÞEGAR HÚN VAR SEM VERST, ÉG HEF MEGNUSTU ANDSTIGÐ Á ÞESSUM SKRÍPALEIK OG ÞAÐ BESTA VIÐ ÞETTA ALLT ER AÐ ÞIÐ ERUÐ Á LAUNUM Í ÞESSUM EiNKA SKRÍPALEIK YKKAR.
Hvernig væri að þið færuð að vinna saman að því að koma heimilunum út úr þessum hörmungum, það hefur ekkert gerst ennþá sem er áþreifanlegt fyrir mig, hjá mér hefur ástandið bara versnað og verður bara verra og verra með hverjum deginum sem líður.
Svona fyrir þá sem skilja þetta ekki þá er það þetta sem hefur hækkað: Öll lán bæði bíla og húsnæðislán og matur um tugir þúsunda.
Það sem hefur lækkað eru launin um tugir þúsunda, í formi vinnustunda.
Ég ríg held í hverja krónu, ennnnnnnn það dugir ekki til, hvað á þetta að ganga svona lengi, eða réttara sagt hvað held ég þetta lengi út ?????
Saka sjálfstæðismenn um málþóf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)