Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Geir og Davíð þið skiljið kannski þetta.......

 október :   í upphafi banka-hrunsins voru vinsældir ykkar svona la la la,  hefðuð getað bjargað ykkur fyrir horn, ef þið hefðuð sagt af ykkur.

nóvember:   hefðuð getað bjargað ykkur frá aðkasti, ef þið hefðuð sagt af ykkur.

desember:   hefðuð getað bjargað ykkur frá hatri, ef þið hefðuð sagt af ykkur.

janúar:   hefðuð getað bjargað ykkur frá atlægi umheimsins, ef þið hefðuð sagt af ykkur.

febrúar:   getið ekki bjargað ykkur lengur, búnir að missa allt traust og trú fólksins í landinu, og  eruð  búnir að missa af tækifærinu til að vinna það aftur.

Ótrúlegt að þið skulið ekki sjá þetta fyrir hroka, græðgi, og eigin hags-muna-poti.

 

29-11-08_002_jpg_traust_halldor_mbl.jpg


mbl.is Voru í raun án Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hegðað sér gáleysislega...............

 Af hverju stoppaðir þú ekki þetta eða Seðlabankinn, víst bankarnir hegðuðu sér svona gáleysislega, eins og haft er eftir þér ???? Og af hverju segirðu ekki af þér, víst þú gerðir svona mörg migeir-i-lit.jpgstök, eins og haft er eftir þér ???? Er það bara ég sem sé að það er eitthvað mikið að þarna ???
mbl.is Geir: Árið verður mjög erfitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samsæri á mbl.

 Af hverju finnst mér að á hverjum föstudegi þá er engin frétt af efnahagsástandinu á mbl ????

 Síðustu föstudaga hef ég ætlað að fréttablogga um mótmæli,  og verið að leita mér að frétt um efnahagsástandið, til að blogga um og svona í leiðinni ætlað að hvetja fólk til að mæta á mótmæli á laugardegi.

 Er ég orðin eitthvað biluð..... eða eru aðrir sem sjá þetta...... eða er ég farin að sjá samsæri í öllum hornum ???  Ekki er mbl. að passa upp á að fólk verði ekki æst og æsi ekki hvert annað upp svona rétt fyrir mótmælafundi,(hafa vitið fyrir okkur) og sé ekki með einhverjar óþarfa hvatningar- ræður hér á blogginu ???

Er það bara ég sem finnst að umræðan í þjóðfélaginu sé farin að fara út í að, þetta er svo leiðinlegt og  það gerist ekkert, og að það sé vita vonlaust að mæta á mótmæli, getur það verið ???

Hefur Íslenska þjóðin ekki meira úthald en þetta ( 4. mánuði) ???

Þetta er það sem ríkisstjórnin, seðlabankinn og fjármálaeftirlitið er búin að bíða eftir, að umræðan og reiðin lognist útaf. Svo þeir geta haldið áfram sínu svínaríi.

Ég hef haft það fyrir reglu í gegnum lífið að sópa ekki skítnum undir teppið, og æða svo stjórnlaust áfram. Það verður að moka skítnum undan teppinu, áður en hægt er að halda áfram.

Til að hægt sé að byggja upp og halda áfram, verðum við að koma þessu liði frá völdum, til að það geti orðið,  verður fólk að sína samstöðu og mæta á mótmæli, ekki bara þeir sem eru að missa húsin sín og vinnu, heldur allir. Ef okkur er eitthvað annt um þetta land okkar og framtíð barnanna okkar þá mætum við á mótmæli.

Afsökunin hjá stjórnvöldum að fara ekki frá, er að þetta sé svo litill hluti af þjóðinni sem er að mótmæla og auðvita að þeir hafa ekkert gert af sér.image008_jpg_lest_fyrir.jpg  Hvernig væri að sýna þeim annað ????

Mynd: svona verður uppbygging á Íslandi ef ráðamenn fara ekki frá................


Af hverju ?????

 Af hverju hlusta ráðamenn ekki á fólkið í landinu ???

 Það verður að frysta verðtrygginguna og lækka vexti strax.

 Ætlar ríkið að eignast 50% af heimilum í landinu ???

 Af hverju verða bankarnir að hafa allt sitt á þurru???

 Af hverju taka bankarnir ekki á sig tapið á gjaldþroti landsins ???

 Af hverju þurfa heimilin að taka þetta á sig ???

 Við borgum og borgum og lánin hækka og hækka.

 Og þegar (ef) verðbólgan fer þá fer verðbólguhækkun ekkert, við sitjum uppi með hana.

 Af hverju þarf að bjarga bönkunum og fyrirtækjum fyrst ???

 Ef heimilin fara á hausinn þá eru ekki viðskipti við fyrirtækin eða bankanna. 

 Þarf ekki að bjarga heimilunum fyrst ???

 Ráðamenn verða að fara frá, við verðum að fá tækifæri til að byrja upp á nýtt.

 Það gerist ekki með þetta gamla spillingarliði við stjórn.

 þessi skrif hafa ekkert með pólitík að gera heldur sjálfbjargarviðleitni og áhyggjur.


mbl.is Stofnfundur Samtaka heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir eru það sem nota þjónustu frá Gæslunni ????

 Sjómenn, fólk sem lendir í alvarlegu slysi, og alvarlega veikt fólk, þetta er bara í stíl við allt sem kemur frá ríkinu þessa daganna, mikið skelfing er þetta aumkunarvert.
mbl.is Uppsagnir hjá Gæslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sér það sem við öll sjáum....

image011.jpg hra�banki Carsten Valgreen sér það sem við öll (næstum) erum búin að sjá fyrir löng, löngu, löngu, nema auðvita Ríkisstjórnin, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið þeir eru gjörsamlega blindir. Hvað þarf til að koma þessu liði frá ???  

Mynd: svona er bankakerfið núna..... 


mbl.is Íslensk stjórnvöld harðlega gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snara er um hálsinn á fyrirtækjum........

27-11-08_.jpg Halldór mbl dddaaa.... og okkur þessu venjulega fólki líka,  ekki er fólk að uppgötva þetta fyrst núna ???? Halló  halló  vakna ráðamenn.
mbl.is Fyrirtæki hanga í snöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða rugl er þetta ????

 3. mánuðir ???!!!  Þetta er bara hræðilegt, menn eru búnir að hafa 3. mánuði til að fara yfir gögn og eyðileggja þau. Er ekki nokkur manneskja með viti í ríkisstjórninni ??? Hrikalega er ég orðin þreytt á þessari vitleysu. Hvað er hægt að gera til að koma þessum mönnum frá ???  Það á ekkert óeðlilegt eftir að koma frá þessari nefnd, því þeir eiga ekki eftir að finna neit, það er löngu, löngu búið að brenna það. Þetta er tímaeyðsla og peningaeyðsla. Það er bara svart... fyrir hornið.....

03-01-09.jpg fyrir hornið Halldór


mbl.is Öryggi rannsóknargagna tryggt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa menn hugsað út í þetta ????

 Við skerðingu á heilbrigðiskerfinu, hafa menn hugsað út í þetta ???

 1. Sjúkraflutningar aukast, vegalengdir  aukast, bensínkostnaður verður hærri á sjúkrabíla.

 2. Sjúkraflug á eftir að aukast, það þarf að bætta við flugvélum í sjúkraflug. Bensínkostnaður hækkar.

 3. Kostnaður hjá landhelgisgæslunni hækkar, þar sem lengra er orðið á milli sjúkrahúsa, og í alvarlegum umferðarslysum, verður að kalla út þyrlu. Þar sem ekki verður hægt að fara með sjúklinga langar vegalengdir í sjúkrabíl, nema hætta á að þeir látist á leiðinni.

 4. Sjúklingar (fátækir) öryrkjar og aldraðir vegra sér að fara til læknis vegna kostnaðar, sem gerir það að verkum,  að þegar þeir fara loksins, er kostnaður við að koma þeim í lag komin upp úr öllu.

5. Sjúklingar þurfa að bíða lengur eftir aðgerðum, sem getur valdið dauða, nú ef þeir komast í aðgerð  þá eru þeir sendir heim of snemma, og þá þarf að leggja þá aftur inn eða fá heimahjúkrun, og hvað skildi það kosta ??? Eru menn í alvöru búnir að hugsa þetta dæmi ???

6. Svona í lokin getur maður velt því fyrir sér hvað gerist ef þyrlan bilar og það verður stór slys? Og hvað gerist ef ekki er hægt að fluga vegna veðurs, sumstaðar á landsbyggðinni er aðeins ein sjúkrabíl,  hvað gerist ef það kemur upp bráðatilfelli, og sjúkrabílinn er í útkalli, nú eða bilaður. Og það eru mörg hundruð kílómetrar í næsta bráðasjúkrahús ??? Hvað gerir heilbrigðisráðherra þá ???


mbl.is Ráðherra segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Setur þau í járn og fer með suður í Reykjanesbæ.....

 þetta hljómar eitthvað á þessa leið. Þetta er nú meiri hrokinn hjá Heilbrigðisráðherra. Ætlar hann að taka þetta starfsfólk og setja það í járn smala því upp í rútu á hverjum morgni og senda þau í biltúr í 20. til 30 mín suður í Reykjanesbæ, er ekki í lagi hjá honum ??? Þetta kallast ekki sparnaður heldur tilfærsla, því  jú... einhverju gáfnaljósinu datt í hug að stofna nýjar deildir í Reykjanesbæ, en þessar deildir eru nú þegar til staðar hjá St. Jósefsspítala og í Reykjavík, og þetta kallast sparnaður ??? Ég skora á einhvern að koma vitinu fyrir Heilbrigðisráðherra,  jú hann gæti leitað sér lækninga við þessu á St. Jósefsspítala.
mbl.is Eins og maður hafi verið skotinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband