Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Hvítflibba bankarán.
10.3.2009 | 02:58
Vonandi tekur stjórnin mark á Evu Joly og nýta sér sérþekkingu hennar, og koma þessum hvítflibba bankaræningjum á bak við lás og slá.
Hvernig stendur á því að bankarnir geta tekið eignir fólks, ef það getur ekki borgað því allar forsendur lánsins eru farnar út í veður og vind ??? Fólkið samdi ekki um þessa hækkun þegar það tók lánið, og greiðslugeta þess miðaðist við ákveðna afborgun, en ekki þessar svakalegu hækkanir, fólkið er búið að borga tugir þúsunda í vexti og verbættur og bankinn græðir og græðir, sumir eru búnir að borga lánið upp miðað við upphaflegu lánshæð, samt skuldar það tvisvar til þrisvar sinum upprunnalega lánsupphæð, og núna er komið í ljós að bankarnir setu myntkörfulánin á stað vitandi að krónan væri að falla, (Eva Joly sagði þetta) þetta gera þeir vísvitandi bara til að græða meira á fólkinu í landinu, siðlaust já, en þeir sáu það ekki fyrir græðgi, og núna eru bankarnir í fullum rétti til að taka heimili fólks upp í skuldir, fólk þarf ekki að missa heimilin sín ef verðtryggingin væri tekin út, bankarnir komu sér í þessa stöðu hjálparlaust, af hverju eiga heimilin að bjarga þeim út úr þessu, og ég hlusta ekki á að þeir fari á hausinn ef verðtrygging verði tekin út, setjum þá bara á hausinn, þeir fara hvort eða er á hausinn ef fólkið í landinu getur ekki borgað, er ekki betra fyrir bankann að fá eitthvað heldur en ekkert ??????? þetta er þjófnaður og ekkert annað, sérstaklega þar sem laun eru ekki verðtryggð.......
VERÐTRYGGINGUNA ÚT TIL BJARGAR HEIMILUNUM.
Það skal tekið fram að ég er ekki að missa heimili mitt til bankanna, það er ekki langt í það, með þessu áframhaldi, en höfuðstól íbúðalána hækkar og hækkar, og það svíður mikið að það gengur ekki til baka, ég sitt uppi með þessa hækkun sem er siðlaust og ótrúleg græðgi.
Eva Joly ráðleggur ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mikið skelfing er ég orðin þreytt á þessum skrípaleik.
10.3.2009 | 00:41
Ég hef ekki bloggað lengi, það er einfaldlega vegna þess að ég er orðin skelfilega þreytt á þessum skrípaleik sem viðgengst á þingi og í allri stjórnsýslunni, það gaspra allir upp í hvern annan,(stjórnarandstaðan má taka þetta til sín) þeir neita að gefa sig láta hagsmuni flokksins ganga fyrir hagsmunum fólksins, þeir vita ekki hvað auðmýkt er, ekki til í orðabók hjá þessu fólki. HVERNIG VÆRI AÐ KOMA SÉR AÐ VERKI OG VINNA SAMAN, ÞAÐ DRÆPI YKKUR EKKI, ER ÞAÐ ????? Ég get fullyrt að það er ekki þetta sem fólkið í landinu kaus ykkur á þing til að gera. þIÐ MINNIÐ MIG Á OFVIRKA 2 ÁRA DÓTTIR MÍNA ÞEGAR HÚN VAR SEM VERST, ÉG HEF MEGNUSTU ANDSTIGÐ Á ÞESSUM SKRÍPALEIK OG ÞAÐ BESTA VIÐ ÞETTA ALLT ER AÐ ÞIÐ ERUÐ Á LAUNUM Í ÞESSUM EiNKA SKRÍPALEIK YKKAR.
Hvernig væri að þið færuð að vinna saman að því að koma heimilunum út úr þessum hörmungum, það hefur ekkert gerst ennþá sem er áþreifanlegt fyrir mig, hjá mér hefur ástandið bara versnað og verður bara verra og verra með hverjum deginum sem líður.
Svona fyrir þá sem skilja þetta ekki þá er það þetta sem hefur hækkað: Öll lán bæði bíla og húsnæðislán og matur um tugir þúsunda.
Það sem hefur lækkað eru launin um tugir þúsunda, í formi vinnustunda.
Ég ríg held í hverja krónu, ennnnnnnn það dugir ekki til, hvað á þetta að ganga svona lengi, eða réttara sagt hvað held ég þetta lengi út ?????
Saka sjálfstæðismenn um málþóf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Halló Ríkisstjórn við erum að missa fólk úr landi...
12.2.2009 | 18:10
Væri ekki nær að afnema Verðtrygginguna ???
Hvað verða margir eftir til að borga velferðakerfið ???
Erum við að missa unga menntað fólkið úr landi, hverjir verða eftir, gamalmenni, öryrkjar og hvað þingmennirnir ??? Ef verðtryggingin verður afnumin, fer fólk ekki úr landi, og fólk nær að halda húsunum sínum. Eru bankarnir ekki búnir að græða nóg á fólkinu í landinu ???
Íslendingar á leið til Kanada | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verðtrygging er að drepa fólk.....
12.2.2009 | 17:07
og er líka búin að gera það í mörgum tilfellum, þeir sem skulda ekkert skilja þetta ekki, tala bara um að fólk hafi farið of geyst, og spyr af hverju skuldarðu svona mikið ??? hefurðu ekki borgað af lánunum ??? hefði þér ekki verið nær að gera þetta eða hitt ??? Fólk sem lætur svona út úr sér skuldar ekkert og hefur ekki kynnt sér málið.
Fyrir ykkur sem vitið það ekki þá er þetta verðtryggingin, þegar íbúðin er keypt, fer viðkomandi í greiðslumat, og þeir gefa grænt ljós á kaup, þá er staðan önnur (var staðan önnur) síðan eru liðin nokkur á, og staðan núna er hræðileg, verðtrygging og vextir eru búin að hækka lánið um margar milljónir, þrátt fyrir að viðkomandi borgi og borgi, þegar viðkomandi fékk lánið þá var hann/hún að borga af láninu með svona 20% af laununum sínum, núna er sagan önnur, núna í dag er sama manneskja að borga 60-70% af launum í afborganir af sama láni, það sér það hver helvita maður að þetta gengur ekki upp, og þeir sem sjá þetta ekki eru bara staur blindir.
Það verður að leiðrétta þetta og það strax, taka þessa vertyggingarhækkun og afnema hana, það er eina leiðinn fyrir heimilin í landinu til að halda lífi.
Þá koma þessir sem skulda ekkert og mótmæla, af hverju fá þeir niðurfellingu en ekki við ??? Það eina sem fólk er að biðja um að verði leiðrétt er þessi VERÐTRYGGINGAR-ÞJÓFNAÐUR sem bankarnir eru búnir að stunda allt af lengi. Við erum ekki að biðja um ölmusu aðeins leiðréttingu á þjófnaði.
Föst í of lítilli íbúð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gordon Brown hefur ekki hugmynd......
12.2.2009 | 16:25
Jóhanna hringi í Gordon Brown | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er ekki hægt að færa heilasellurnar ????
10.2.2009 | 04:15
Er ekki hægt að færa heilasellurnar frá þeim Jóni og Gylfa yfir í Seðlabankann og einhvern hluta af Sjálfstæðinu ???? Annars var ég að horfa á fréttir áðan og þar tók ég eftir brosglotti sem virðist vera fast á Sjálfstæðismönnum þessa daganna, það er alveg skelfilega gaman í vinnunni hjá þeim, sem er auðvita bara gott, ennnn þeir ættu að hafa það í huga að það hjálpar þeim ekki í næstu kosningum, við kjósendur sjáum þetta brosglott og hrokaglott á ykkur, og hafið það í huga að við kjósendur erum að horfa, þegar þið farið í viðtal og myndavélunum er beint að ykkur þá eru þetta ekki einkasamræður á milli ykkar og fréttamanns þið eruð að tala til þjóðarinnar. Ekki það..... ég veit að þið vitið þetta en það er eins og þið gleymið ykkur stundum, sem er auðvita bara gott fyrir aðra flokka. Ekki það að Vinstri grænir og Samfylkingin eru búin að vera ansi brosmild í nokkra daga, (Framsókn og Frjálslindir virðast vera í fýlu) munið bara að helmingur af þjóðinni sér ekkert broslegt við það ástand sem er í þjóðfélaginu núna, takið þetta glott af ykkur og farið að vinna SAMAN af því að koma okkur út úr þessu hræðilega ástandi sem þið eruð búin að koma okkur í.
Vítahringur í peningamálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
90% þjóðarinnar lagði Davíð í einelti........
3.2.2009 | 16:36
Ef einhver er að leggja Davíð í einelti, þá er það ekki bara Jóhanna, heldur öll (næstum) þjóðin.
Það er þetta með gullfiskamynnið hjá Sjálfstæðismönnum, það var gerð skoðanakönnun hjá þjóðinni og það voru um 90 % þjóðarinnar sem vildi hann burt úr Seðlabankanum. Af hverju fór hann ekki þá ???
Það er bara svo skrítið með Sjálfstæðismenn, þeir halda að það sé verið að ráðast á þá persónulega, og tala stanslaust um það hvað Davíð sé góður og skemmtilegur maður, þetta hefur bara ekkert með það að gera hver hann er sem persóna, þetta hefur allt með verk hans, hroka og traust að gera, Sjálfstæðismenn virðast halda að ef þú ert nógu skemmtilegur og mikill brandarakarl þá leyfist þér allt, ég skil ekki þessa hugsun, enda virðist hún vera sér einkenni Sjálfstæðismanna.
Annars eru Sjálfstæðismenn alltaf jafn skemmtilegir, reita af sér brandarana hér á blogginu, þeir verða bara að munna að það er ekkert fyndið að japlast á sama brandaranum í tíma og ótíma. það eru allir búnir að fá leið á þessum kommúnistastjórnar brandara ykkar. Hvernig væri að gera grín að sjálfum sér, það virkar yfirleit vel á alla.
Yfirlýsingar jaðra við einelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvítþvottur hjá Sjálfstæðismönnum.....
26.1.2009 | 14:07
Þá vitum við það.... þetta var allt Samfylkingunni að kenna, þvílíkur hroki, sundrungur í Samfylkingunni, ennnnnn ekki hjá Sjálfstæðinu ?????
Og svo sagði Geir okkur ( þjóðinni ) að hann ætlaði að sitja áfram, hann er ekki búin að átta sig á að það eru aðrir sem geta stjórnað landinu, og hann er búin að segja okkur hvað forseti Íslands á að segja við hann og hvað forseti á að gera í þessari stöðu, þetta kalla ég valdahroki.
Ég ætla rétt að vona að forsetinn setji ekki Þessa flokka í þjóðstjórn, þeir eru báðir óhæfir með öllu nema þá helst Jóhanna Sigurðardóttir.
Það á bara að senda þingið heim, og koma á utanflokka stjórn.
Ég er sammála Ingibjörgu þegar hún sagði Sjálfstæðisflokkurinn væri flokkavaldakerfi sem hefur ekki hagsmuni þjóðar að leiðarljósi.
Það sem ný stjórn og forseti á að hafa að leiðarljósi er fólkið í landinu... en ekki að hugsa um rasssssinnnn á sjálfum sér, eins og þeir hafa gert hingað til, menn verða að láta af þessum flokkavaldahroka.
Það er verið að tala um upplausnarástand, skelfilega halda menn að þeir séu ómissandi, það er skelfilegt að hlusta á menn, hvernig landið fer til andskotans af því að þeir eru ekki við völd. þetta er eins og sandkassaleikur, þessi hræðsluáróður er óþolandi.
Stjórnarsamstarfi lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eru stjórnvöld fávitar ??? nú er nóg komið......
22.1.2009 | 02:37
Þessi ríkisstjórn verður að fara frá, þegar Björn dómsmálaráðherra er farin að stjórna þá er ekki von á góðu, maðurinn veit bara ekki hvað hann er að gera ???Hann var á fundi í gær með lögreglu, þar hefur þessi hugmynd hans orðið til, eru menn gjörsamlega búnir að missa vitið, þessi aðgerð er bara olía á eldinn, þjónar ekki tilgangi, Er það Björn sem ber ábyrgð ef einhver slasast eða lætur lífið.
Hvað er það sem stjórnvöld skilja ekki ????? þið verðið að fara frá, þá gerist það sjálfkrafa, mótmæli hætta. þið eruð ekki lengur í boði þjóðar við völd, komið ykkur frá strax. Boðflennur.
Núna er ég orðin reið, sem þýðir bara eitt, ég mæti á næstu mótmæli.
Björn þú fékkst kannski eitthvað út úr þessu..... það mæta fleiri á mótmæli.
Táragasi beitt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bretar í vandræðum..........
20.1.2009 | 06:15
Fannst þessi mynd nokkuð góð. Núna eru menn búnir að gleyma teroristalögunum sem þeir setu á okkur, og vinsældir þeirra eru á leið niður, núna verða þeir að ráðast á einhverja til að ná vinsældum upp, ætli það verði ekki Írar, bankakerfið hjá þeim er líka í miklum vandræðum, eins og hjá Bretanum.
Mynd: Laurel & Hardy svona fyrir þá sem muna ekki eftir þeim.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)