Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Brandari

 Mér fannst þessi mjög góður.

Jónas 92 ára og Magga 89 ára búa á Grund og eru upp með sér að hafa ákveðið
að gifta sig Þau fara í smá gönguferð til að ræða brúðkaupið og á leiðinni
fara þau fram hjá Apóteki Austurbæjar. Jónas stingur upp á því að þau kíki
þar inn, sem þau og gera.

Jónas heilsar manninum við afgreiðsluborðið og spyr hann hvort hann sé
eigandinn. Maðurinn segir svo vera.

Jónas: Við erum að fara að gifta okkur. Selurðu nokkuð hjartalyf?
Apótekari: Að sjálfsögðu
Jónas: Hvað með blóðrásarlyf?
Apótekari: Allar tegundir
Jónas: Hægðalosandi?
Apótekari: Auðvitað
Jónas: Þarmaflóruleiðréttandi?
Apótekari: allar gerðir
Jónas: Lyf gegn minnistapi, elliglöpum og Alzheimer?
Apótekari: Mesta úrvalið í bænum!
Jónas: Hvað með vítamín, svefntöflur, tannlím og lyf sem slá á Parkinson?
Apótekari: Jú, vissulega, allt af þessu... þetta er nú apótek.
Jónas: Lyf við brjóstsviða, bakflæði, þvagleka og saurleka?
Apótekari: Jú, allt við þessu
Jónas: En hjólastóla, hækjur, stafi, göngugrindur og svoleiðis?
Apótekari: Jú, allar stærðir og kraftmestu tækin.
Jónas: Fullorðins bleyjur?
Apótekari: Jamm
Jónas: Heyrðu, þá ætlum við að vera með gjafalistann okkar hjá þér...

 

Eigið góðan dag! Grin

 
 

 

 

 


Brandari

 Ég fékk þennan sendan í pósti, bara nokkuð góðu.

 

 

Ef þú vilt einhvern sem borðar allt sem þú setur á borð fyrir hann og segir aldrei að þetta sé nú ekki jafn gott og hjá mömmu; ....



.......fáðu þér hund.

Ef þú vilt einhvern sem fer út með þér hvenær sem þú vilt, hvenær sem er og eins lengi og þú vilt ...


.......fáðu þér hund.

Ef þú vilt einhvern sem aldrei snertir fjarstýringuna, er sama um enska boltann og vill alveg sitja hjá þér á meðan þú ert að horfa á rómantískar bíómyndir ...


.......fáðu þér hund.

Ef þú vilt einhvern sem nægir að fara í rúmið með þér til að hlýja þér á fótunum og þú getur ýtt niður á gólf ef hann hrýtur ...


....... fáðu þér hund!

Ef þú vilt einhvern sem gagnrýnir þig aldrei, er slétt sama um hversu lagleg, feit, grönn, gömul eða ung þú ert og virðist hlusta af athygli á hvert orð sem þú segir; og elskar þig skilyrðislaust ...


.......fáðu þér hund.


Hins vegar!  Ef þú vilt einhvern sem gegnir þér aldrei, tekur varla eftir því þegar þú kemur heim, skilur óhreinindi eftir sig út um allt, kúgar þig gjörsamlega, er úti langt fram á nótt, kemur heim rétt til að borða og sofa og virðist sannfærður um að þú hafir einungis verið sköpuð til að gera honum til geðs ...
......
......
......
......
......
......
......
......

....... þá skaltu fá þér kött!


Ég veit alveg að þú hélst að ég ætlaði að segja EIGINMANN? 
Wink
 

 


Kaupþing, menn ársins.......

 Skelfilegt að lesa þetta, sá þetta inni á síðu sem heitir Heimur.

PISTLAR

function popup(path) { window.open("http://heimur.is/heimur/ReadArticlePopup/?" + path,"","width=380,height=500,location=no,toolbar=no,menubar=no,scrollbars=no,resizable=no"); }
29/12/2005 | 00:00

Sigurður og Hreiðar Már menn ársins (JGH)

HÁTTVIRTUR FORSÆTISRÁÐHERRA, Halldór Ásgrímsson, aðrir ráðherrar, góðir gestir.

BETRA ER að vinna afreksverkin – en að lesa um þau."

ÞANNIG HLJÓMAR GAMALT máltæki og er að venju hverju orði sannara; að vera í eldlínunni á leikvellinum og láta verkin tala. En þetta segir þó ekki alla söguna. Það er auðvitað bæði fræðandi og lærdómsríkt að lesa um afreksverk.

ÞAÐ ER SÖMULEIÐIS mikilvægt að menn séu heiðraðir fyrir afrek sín – þeim sjálfum og öðrum til hvatningar.

TIL ÞESS ERUM VIÐ einmitt komin hingað í dag; að heiðra þá Sigurð Einarsson, starfandi stjórnarformann Kaupþings banka, og Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra bankans, mennina sem Frjáls verslun hefur útnefnt menn ársins í íslensku atvinnulífi árið 2005.

ÞEIR HLJÓTA ÞENNAN heiður fyrir framúrskarandi hæfni við rekstur bankans, stækkun hans, farsælan feril, athafnasemi og frumkvöðlastarf í útrás íslenskrar bankaþjónustu og þróun íslensks fjármagnsmarkaðar.

ÞAÐ TÓK DÓMNEFND Frjálsrar verslunar aðeins tvo fundi að komast að niðurstöðu. Vinnan fór þannig fram að ég setti nöfn 15 þekktra athafnamanna niður á blað og síðan rökræddu menn sig til þeirrar niðurstöðu að Kaupþing banki væri ekki aðeins stór banki heldur sterkur banki – og að engir aðrir ættu útnefninguna frekar skilið en þeir Sigurður og Hreiðar Már.

ÞETTA ER Í fyrsta sinn sem Frjáls verslun útnefnir menn í fjármálageiranum – þeim hluta atvinnulífsins sem stækkað hefur örast á undanförnum árum.

Í DÓMNEFND FRJÁLSRAR verslunar sitja auka mín eftirfarandi menn: Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Heims, útgáfufélags Frjálsrar verslunar, en hann er formaður nefndarinnar. Guðmundur Magnússon, prófessor í hagfræði, Þorgeir Baldursson, forstjóri Prentsmiðjunnar Odda og Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Norvikur og aðaleigandi Byko.

Veislugestir góðir!

ÞAÐ ER Í SJÁLFU sér fremur erfitt að finna réttu lýsingarorðin til að segja frá og lýsa stækkun Kaupþings banka undir stjórn þeirra Sigurðar og Hreiðars Más – svo mikil er hún.

STÆRÐ EFNAHAGSREIKNINGS bankans hefur 1.000-faldast frá því að Sigurður Einarsson varð forstjóri árið 1996, markaðsvirðið hefur 1.243 faldast og eigið féð hefur 365 faldast á þessum tíma. Fyrirtækið er stærsta fyrirtæki á Íslandi og með starfsemi í tíu löndum – og skráð í Kauphöllinni í Stokkhólmi. Ekkert íslenskt fyrirtæki hefur stækkað í líkingu við þetta. Kaupþing banki er stærri en Landsbanki og Íslandsbanki til samans.

TIL AÐ LÝSA ÞVÍ að efnahagsreikningur hafi 1.000-faldast þá má hugsa sér það þannig að það birtist súlurit í Frjálsri verslun þar sem upphafsfjárhæðin er 1 sentímetra há súla í blaðinu. Með sama kvarða er þúsund-földun hvorki meira né minna en 10 metra há súla. Sú hæð samsvarar þriggja hæða húsi. Í raun hefði 10 metra löng og mjó pappírsræma þurft að fylgja blaðinu til að hafa súluritið rétt.

SVONA HEFUR STÆKKUN Kaupþings banka eigi að síður verið frá því að Sigurður varð forstjóri árið 1996. Og maður þarf eiginlega að hringja í prófarkalesarann eða fletta upp í orðabók til að fá úr því skorið hvort efnahagsreikningur Kaupþings banka sem núna hljóðar upp á 2.400 milljarða sé ekki örugglega 2,4 billjónir króna. Þá fjárhæð skilur að sjálfsögðu enginn.

ÞEIR SIGURÐUR EINARSSON og Hreiðar Már Sigurðsson voru báðir ráðnir til Kaupþings árið 1994. Sigurður varð forstjóri árið 1996 en frá árinu 2003 hefur hann verið titlaður starfandi stjórnarformaður. Sigurður segir kankvís í viðtali við Frjálsa verslun að það sé „kannski misvísandi að tala um „starfandi stjórnarformann" því þá sé eins og aðrir stjórnarformenn geri ekki neitt."

Ágætu gestir!

KAUPÞING BANKI ER 9. stærsti bankinn á Norðurlöndum og hann er í 180. sæti á heimslistanum, þ.e. af nokkur þúsund bönkum í heiminum. Framtíðarsýn bankans er áræðin: Markmið hans á næstu fimm árum er að verða í hópi fimmtíu stærstu banka heims.

ÞAÐ ER KLASSÍSKT umræðuefni í rekstrarhagfræði, þegar fyrirtæki hyggur á kaup á öðru fyrirtæki, hvort kaupa eigi fyrirtæki með langa tapsögu eða kaupa fyrirtæki sem rekið hefur verið með hagnaði. Undir stjórn þeirra Sigurðar og Hreiðars hefur Kaupþing banki valið þá leið að kaupa og sameinast aðeins vel reknum fyrirtækjum. Dugir að nefna Sofi í Finnlandi, JP-Nordiska í Svíþjóð, Búnaðarbankann (samruni), FIH í Danmörku og Singer & Friedlander í Bretlandi – en tvær síðastnefndu fjárfestingarnar eru á meðal helstu fjárfestinga í útrás íslenskra fyrirtækja.

Góðir hálsar!

EKKI VERÐUR UM ÞÁ Sigurð Einarsson og Hreiðar Má Sigurðsson fjallað án þess að minnast á þeirra ágætu eiginkonur og stuðning þeirra. Eða eins og einhver sagði: „Þessir menn eru náttúrulega aldrei heima." Sigurður er giftur Arndísi Björnsdóttur viðskiptafræðingi. Eiginkona Hreiðars Más er Anna Lísa Sigurjónsdóttir kennari. Það er fyllsta ástæða til að klappa fyrir þeim valkyrjum.

ÉG SAGÐI Í UPPHAFI: „Betra er að vinna afreksverkin – en að lesa um þau."

ÉG HVET YKKUR samt til að lesa 22 síðna umfjöllun Frjálsrar verslunar um Kaupþing banka og þá Sigurð og Hreiðar Má. Ég vil sömuleiðs nota tækifærið og óska fjölskyldu og vinum Sigurðar og Hreiðars Más til hamingju með daginn – sem og 2.400 starfsmönnum Kaupþings banka um allan heim.

Veislugestir góðir:

LYFTUM GLÖSUM (og það þrátt fyrir að í bankaheiminum snúist allt um lánshæfismat eins A+, AA+, AAA+ og önnur AA-samtök).

HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON og Sigurður Einarsson  eru menn ársins 2005 í atvinnulífinu á Íslandi.

Þeir lengi lifi: Húrra, húrra, húrra, húrra.

Skál.

Jón G. Hauksson

Myndir úr hófinu

Fleiri pistlar

 


mbl.is Húsleit gerð á 10 stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varstu skáti á tímabilinu 1962 til 1964 ?????

Ef svo er þætti mér vænt um að þú hefðir samband við mig. Sérstaklega ef þú ert ein að þeim sem fóru í heimsóknir til barna (um jól) á ríkisrekin  barnaheimili (Silungapoll) til að færa þeim jólagjafir. Ég er eitt af þessum börnum og er að rannsaka gjafaferðir skáta jólin 1963 sem voru örugglega farnar í góðri trú um að þeir væru að gera góðverk, sem var síðan ekki raunin. Þegar þeir voru farnir af svæðinu, þá kom annað í ljós, ef einhver man eftir þessum ferðum væri mjög gott að heyra þeirra sögu, sem var örugglega farin í góðri trú og þeir ekki vitað betur og vita sennilega ekki annað í dag. Ef þú veist eitthvað um þessar ferðir getur þú svarað mér hér á blogginu eða sent mér línu á sivva@visir.is og skilið eftir símanúmer og ég hef samband við þig. Með fyrirfram þökk.

Það á að hafa upp á þessu fólki

Eða þetta fólk á að gefa sig fram, síðan á að láta það gróðursetja tré í þessa 400 fermetra á sinn kostnað. Sum af þessum trjám voru gróðurset um 1958. Það er ótrúlegt að fólk skilji eftir glóðir í grilli, það er ekkert einfaldara en að taka með sér vatn í flösku áður en farið er að heiman til að hella yfir áður en maður fer af svæðinu, setja síðan grillið í plastpoka og taka með sér heim.
mbl.is Börðust við eld í Heiðmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á að sekta fólk sem ekki hugsar um börnin sín

Það ætti að sekta fólk sem hugsar ekki um börnin sín, þegar börn fá skemmdar tennur þá er það bara út af vanrækslu hjá foreldri, ef börn eru burstuð 2 til 3 á dag og aukalega þegar þau fá eitthvað sæt eða súrt þá eru ekki skemmdar tennur hjá þeim, fólk talar um að lyf valdi skemmdum það er bull, vanræksla veldur skemmdum sama hvað hver segir, til að halda tönnum heilum verður að bursta mörgum sinnum á dag nota tannþráð daglega og munskol daglega. Ég á 3 börn og ég gerði þetta með þau öll, var að vísu mikil vinna en það er mikil vinna að eiga börn, ekkert að mínum börnum er með skemmdir þau eru núna 26, 23, og 18 ára og eru með perlu hvítar tennur, þetta er hægt en það er vinna sem borgar sig kostnaður við tannlæknaferðir á 6 til 8 mánaða fresti er ekki mikil.(flúor,skoðun og myndataka) Og hvað sem hver segir þá skemmast ekki tennur sem er hugsað um. Það er ekki sama að bursta og bursta.
mbl.is Sykrað gos skattlagt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brandari

Rétt fyrir hvítasunnu hringir roskinn maður á Raufarhöfn í son sinn í
Reykjavík og segir "mér finnst leiðinlegt að eyðileggja svona fyrir þér
daginn, en ég verð að segja þér að við mamma þín erum að skilja.  Ég er búinn
að fá nóg eftir fjörtíu og fimm ömurleg ár."

"Pabbi hvað er eiginlega hlaupið í þig?" hrópar sonurinn í símann.

"Við þolum ekki lengur að sjá hvort annað" segir gamli maðurinn.
 "Við erum komin með ógeð hvort á öðru.  Mér verður illt þegar ég tala um þetta
svo ég bið þig að hringja í hana systur þína í Hafnarfirði og segja henni
frá þessu."

Sonurinn alveg í rusli, hringir í systur sína sem tryllist
"Þau fara ekkert
að skilja á meðan ég fæ einhverju ráðið" öskrar hún í símann "láttu mig sjá  um þetta."

Hún hringir samstundis norður á Raufarhöfn og hrópar á gamla manninn föður  sinn.
"Láttu þér ekki detta það í hug að þið farið að skilja.  Og gerðu enga
vitleysu fyrr en ég er komin til ykkar.  Ég hringi í hann bróður minn og svo
komum við bæði til ykkar annað kvöld.

Og enga vitleysu - Heyrir þú það!"
Og með það leggur hún tólið á.

Gamli maðurinn leggur tólið á snýr sér að konu sinni og segir

"Jæja þau verða þá hjá okkur núna á hvítasunnunni.  Hvað getum við eiginlega
sagt þeim svo þau komi til okkar á jólunum?"


Góður
Tounge



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband