Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Ekki talað við fólk......

Allar erlendar fréttastöðvar eru að aðvara fólk, fræða og leiðbeina, en hér á Íslandi kemur ekkert, ég er búin að fara inn á influensa.is hjá Landlæknisembættinu en þar er ekkert sem hægt er að notast við fyrir fólk, þeir sem hafa ekki aðgang að fréttastöðvum erlendum, hafa ekki hugmynd um hvað er að gerast, þetta sama fólk á eftir að æða inn á heilsugæslustöðvarnar og spítalanna án þess að hringja á undan sér og smita starfsfólk og sjúklinga á biðstofum, og ég tala nú ekki um apótek, það nýjasta hjá Bretum er að ófrískar ( barnshafandi) konur eigi að halda sig frá stöðum þar sem mannfjöldi er, og að skólar verða ekki opnaðir eftir sumarfrí. HVAÐ ER VERIÐ AÐ GERA HÉR TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR ÚTBREIÐSLU ?????????????? þAÐ VERÐUR BARA AÐ SEGJAST EINS OG ER ÉG ER HRÆDD, ég á dóttir sem er hjúkrunarfræðingur og er barnshafandi, og aðra sem er móttökuritari á slysó og ég er hræðilega hrædd um þær. Núna verður Landlæknisembættið að vakna til lífsins og fréttastöðvar að ræða um þetta, ekki bara taka viðtal við Harald Briem. Þá á ég við forvarnir og hvað fólk á að gera ef það heldur að það sé með svínaflensu. Á það að fara á heilsugæslustöðvar ??? Á það bara að hringja og halda sig heima??? Hvað ef það þarf að taka sýni, og hvar er það gert, heima eða á Heilsugæslustöðvum ??? það liggur beinast við að það er ekki hægt að taka á móti þessu fólki á heilsugæslustöðvum, hvar þá ???  Ég er með þúsund svona spurningar sem er ósvarað, ég óska eftir svari frá Landlæknisembættinu og fræðslu handa fólkinu í landinu.
mbl.is Flensan lengir kreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gordon eins og rjúpa við staur

Gordon B er með allar klær úti til að ná upp vinsældum, en þær eru á botninum þessa daganna, hann réðst á okkur í vetur með hryðjuverkalögum og árangurinn var góður af því, núna er hann eins og rjúpa við staur, til að ná vinsældum hjá sér upp. þetta er leiðin til að ná vinsældum aftur, ráðast á Island.           

3_2434330479_jpgba_878857.jpg


mbl.is Icesave-deilan vekur athygli í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammist ykkar stjórnvöld........

Skammist ykkar stjórnvöld, það eru til nóg af peningum þegar á að fella niður skuldir auðmanna og fyrirtækja, ennnnnnn þegar kemur að börnum sem voru á þessum ríkisreknu heimilum þá er ekki til peningar, þetta er skammarlegt fyrir  stjórnvöld og þjóðina, að það skuli ekki vera hægt að ganga frá þessu á sómasamlegan hátt, það að henda í þetta fólk einhverjum smá aurum er bara skammarlegt fyrir ykkur, það á að ganga í þetta strax og hlusta á þá sem lentu í þessum hörmungum.  það að taka út bættur fyrir þá sem eru látnir, á ekki að eiga sér stað og er ekkert nema móðgun við aðstandendur.

Stjórnvöld druslið upp um ykkur, gangið frá þessu, og hættið þessu rugli fram og til baka.

 

silungapollur02.jpg


mbl.is Ný tillaga í Breiðavíkurmálinu skref aftur á bak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband