Nú er ég alveg hætt að skilja....

 Voru ekki Bresk stjórnvöld búin að lána tryggingarsjóði 800 milljónir punda til að greiða sparifjáreigendum icesave, og Bresk stjórnvöld ætluðu svo að rukka okkur um þessa peninga. 'Eg er alveg hætt að skilja þetta. Hvað eru þá þessir fulltrúar breskra sveitafélaga að gera hingað ??? Þeir eru búnir að fá sitt, allavega samkvæmt því sem Bresk stjórnvöld segja, eða var þetta bara ein af brellunum hans Brown's til að auka vinsældir sínar.

Svo svona í lokin þá eigum við ekki að láta kúa okkur, eða hóta án þess að gera eitthvað í því, mæli með að við köllum alla sendiherra heim frá þessum löndum Bretlandi og Hollandi. Komum okkur úr NATO, gefum ESB puttann, og bjóðum Rússa eða Kínverja velkomna, bjóðum þeim upp á lendingaraðstöðu, þá fyrst verður hlustað á okkur, og við fáum öll þau lán sem við viljum án skilyrða. Við eigum að nota stöðu landsins og vera með allar klær úti  í þessari erfiðu stöðu sem við erum í .  Þið   getið  rétt ímyndað  ykkur  upplitið  á  Bandaríkjamönnum  og  Bretum  ef við gerðum  þetta.


mbl.is Fulltrúar breskra sveitarfélaga á leið til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnlaugur Helgason

Þetta er nákvæmlega málið, enginn veit neitt í sinn haus hvað um er að vera og ekki hjálpa íslensk stjórnvöld neitt upp á skilninginn. Þau hneikslast bara á því að einhverjum skuli dirfast að kalla á ábyrgð stjórnamanna.

Kv.,

Addi.

Arnlaugur Helgason, 12.11.2008 kl. 09:08

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er erst að Ríkissjórnin er alveg eins. Veit ekkert í sinn haus!

Vilborg Traustadóttir, 12.11.2008 kl. 17:19

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Brown hefur ætlað að slá um sig á kostnað íslensku þjóskrárinnar en sennilega stendur eitthvað á undirskriftum. 

Við þurfum að losa okkur við þessa ríkisstjórn ef við eigum að eiga einhverja möguleika á að semja um eitthvað annað en hörmungar í þessum málum.  Sennilega væri fólk valið af handahófi úr símaskránni mun betur fallið til að semja fyrir hönd þjóðarinnar en það fólk sem er í stjórnmálum í dag. 

Magnús Sigurðsson, 12.11.2008 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband